Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 100

Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 100
98 ÚRVAL í verksmiðjunni, kölluðu þessa brennara „fallbyssurnar.” En þegar þeir Poulson og Haukelid voru í þann veginn að rísa úr fylgsnum sínum til að slást í för með félögum sínum úti á teinunum, reif sami þjóðverjinn dyrnar skyndilega upp á gátt aftur. Að þessu sinni var hann með riffil og leitarljós, og gekk í áttina þangað, sem norðmennirnir tveir leyndust. I huganum grátbændi Poulson hann um að snúa við. En hann kom sífellt nær. Allt í einu, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, beindi hann ieirar- ljósinu upp í loftið og síðan aftur niður, hinum megin við staðinn, þar sem félagarnir lágu. Hefði hann sveiflað ljósinu aftur til að kanna þann blett, sem hann skildi eftir, hefði hann ekki orðið eldri. Hann hikað við, leit aftur upp á pallinn, e'n sneri svo aftur heim í búðirnar. Poulson og Haukelid hentust yfir hlaðið og út í gegnum hliðið. Haukelid lokaði því hljóðlega á eftir þeim og vafði keðjuna um það aftur, sem likast því sem var. Svo flýttu þeir sér á eftir hinum, sem nú voru komnir um þrjú hundruð metra á undan. Þeir höfðu búist við ákafri baráttu. En raunin varð sú, að þei.m hafði heppnast ætlunarverk sitt, án þess að nokkru skoti væri hleypt af. Allt í einu blasti ekkert annað en vel heppnaður flótti við mönnunum, sem höfðu alls ekki búist við að komast lífs frá þessu verki. MANNAVEIÐAR HEFJAST. En nú var við þann óvin að fást, sem var til muna viðskotaverri en þjóðverjarnir: Þíðvindurinn, sem hafði tvöfaldast að styrk síðustu klukkustundina. Mennirnir fundu hlýjan storminn leika um vanga sér og snjóinn breytast í krap undir fótum sér. Þeir myndu verða að vaða sjóinn í klof, ef þeir kæmust aftur upp á sléttuna — ef þeir kæmust einhvern tíma svo langt. Helberg fór á undan sem fyrr og vísaði veginn, sömu leið og þeir höfðu komið. Þeir runnu fremur en klöngruðust ofan í gilið og héngu af fremsta megni í hríslum og runnum. Allir komust heilir ofan að ánni. Hún hafði ekki rutt sig, en ofan á ísnum var vatnið orðið hátt í hálfan meter. Þegar þeir lögðu af stað yfir ána, yfirgnæfðu sírenur verksmiðjunnar allt í einu vatnsniðinn. Hljóðið herti heldur en ekki á mönnunum yfir ána. Þegar yfir kom, lögðu þeir þegar á brattann. Rönneberg þurfti ekki að herða á mönnum sínum. (Uppi við verksmiðjuna gerðu þjóðverjarnir sannkallaða dauðaleit að hermdar- verkamönnunum, sannfærðir um, að þeir væru þar ennþá. Þeir vissu, að enginn hafði komið yfir hengibrúna né niður með vatnsleiðslunum ofan af fjallinu. Þar af drógu þeir þá ályktun, með hliðsjón af því, að þeir töldu gilið gersamlega ófært, að skemmdarvargarnir væru ennþá ann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.