Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
í verksmiðjunni, kölluðu þessa
brennara „fallbyssurnar.”
En þegar þeir Poulson og Haukelid
voru í þann veginn að rísa úr
fylgsnum sínum til að slást í för með
félögum sínum úti á teinunum, reif
sami þjóðverjinn dyrnar skyndilega
upp á gátt aftur.
Að þessu sinni var hann með riffil
og leitarljós, og gekk í áttina þangað,
sem norðmennirnir tveir leyndust. I
huganum grátbændi Poulson hann
um að snúa við. En hann kom sífellt
nær. Allt í einu, án nokkurrar
sýnilegrar ástæðu, beindi hann ieirar-
ljósinu upp í loftið og síðan aftur
niður, hinum megin við staðinn, þar
sem félagarnir lágu. Hefði hann
sveiflað ljósinu aftur til að kanna
þann blett, sem hann skildi eftir,
hefði hann ekki orðið eldri. Hann
hikað við, leit aftur upp á pallinn,
e'n sneri svo aftur heim í búðirnar.
Poulson og Haukelid hentust yfir
hlaðið og út í gegnum hliðið.
Haukelid lokaði því hljóðlega á
eftir þeim og vafði keðjuna um það
aftur, sem likast því sem var. Svo
flýttu þeir sér á eftir hinum, sem nú
voru komnir um þrjú hundruð
metra á undan.
Þeir höfðu búist við ákafri baráttu.
En raunin varð sú, að þei.m hafði
heppnast ætlunarverk sitt, án þess að
nokkru skoti væri hleypt af. Allt í
einu blasti ekkert annað en vel
heppnaður flótti við mönnunum,
sem höfðu alls ekki búist við að
komast lífs frá þessu verki.
MANNAVEIÐAR HEFJAST.
En nú var við þann óvin að fást,
sem var til muna viðskotaverri en
þjóðverjarnir: Þíðvindurinn, sem
hafði tvöfaldast að styrk síðustu
klukkustundina. Mennirnir fundu
hlýjan storminn leika um vanga sér
og snjóinn breytast í krap undir
fótum sér. Þeir myndu verða að vaða
sjóinn í klof, ef þeir kæmust aftur
upp á sléttuna — ef þeir kæmust
einhvern tíma svo langt.
Helberg fór á undan sem fyrr og
vísaði veginn, sömu leið og þeir
höfðu komið. Þeir runnu fremur en
klöngruðust ofan í gilið og héngu af
fremsta megni í hríslum og runnum.
Allir komust heilir ofan að ánni. Hún
hafði ekki rutt sig, en ofan á ísnum
var vatnið orðið hátt í hálfan meter.
Þegar þeir lögðu af stað yfir ána,
yfirgnæfðu sírenur verksmiðjunnar
allt í einu vatnsniðinn. Hljóðið herti
heldur en ekki á mönnunum yfir
ána.
Þegar yfir kom, lögðu þeir þegar á
brattann. Rönneberg þurfti ekki að
herða á mönnum sínum. (Uppi við
verksmiðjuna gerðu þjóðverjarnir
sannkallaða dauðaleit að hermdar-
verkamönnunum, sannfærðir um, að
þeir væru þar ennþá. Þeir vissu, að
enginn hafði komið yfir hengibrúna
né niður með vatnsleiðslunum ofan
af fjallinu. Þar af drógu þeir þá
ályktun, með hliðsjón af því, að þeir
töldu gilið gersamlega ófært, að
skemmdarvargarnir væru ennþá ann-