Úrval - 01.03.1976, Side 101

Úrval - 01.03.1976, Side 101
HRAUSTIR MENN 99 að hvort í verksmiðjunni eða nánasta nágrenni hennar.) Norðmennirnir klöngruðust upp norðurvegg gljúfursins í áttina að þjóðveginum — einmitt þeim vegi, sem liðsauki þjóðverja frá Rjukan myndi koma. Þegar kom að vegin- um, hentust þeir yfir hann, yfir vatnsflauminn, sem nú streymdi niður veginn milli snjóruðninganna sitt hvorum megin. Þeir slógu ekki af ferðinni, heldur ruddust gegnum runnaþykkni í áttina að hliðarvegi, þar sem þeir höfðu falið skíðin sín og hvítu búningana. í sunnanverðu gilinu sáu þeir geisla leitarljósanna leika um teinana, þar sem þeir höfðu sjálfir verið fyrir stuttu. Leitin var í fullum gangi, og þeir voru enn í dalnum, enn í breskum einkennis- búningum. Þeir fundu felustaðinn, þar sem dótið þeirra var, flýttu sér að fara í hvítu gallana og héldu síðan af stað eftir hliðarveginum í áttina til Rjuk- an. Á aðalveginum spölkorn fyrir neðan þá. þutu þýskir bílar í hina áttina. ,,Þetta var heldur óþægi- legt,” sagði Helberg síðar. „Hvenær, sem var, gátum við rekist á þjóð- verja.” Þeir hefðu getað klifrað brattann beint upp á sléttuna, en Helberg og aðrir heimamenn á þessum slóðum töldu það of þreytandi ferðalag. Ef þeir fylgdu hliðarveginum, þótt hættulegt gæti verið, kæmu þeir bráðlega að svifbraut, sem lá frá Rjukan og upp á dalbrúnina. Þjóð- verjar höfðu lagt hald á þessa svifbraut, og hún var ekki lengur í reglulegri notkun. En undir henni var þjónustuvegur, sem hlykkjaðist alla leiðina upp, með raðir grenis og furu beggja megin. Þessi leið var tiltölulega ömgg fyrir þá, ekki síst þar sem þjóðverjar einbeittu sér nú að því að koma liðsstyrk að Vemörk. Engu að síður tók það þá þrjár klukkustundir að komast upp á fjalls- hrygginn, sem lá upp á sléttuna. Þegar upp kom, kvaddi Helberg félaga sína og hélt til kofans, sem þeir höfðu dvalið í nóttina áður, til þess að ná í borgaralegu fötin sín. Hann ætlaði að hitta Poulson í Osló eftir viku; þeir höfðu ákveðið að fara ekki frá Noregi aftur um sinn. Helberg komst í kofann og náði í fötin sín, en þegar hann lagði aftur af stað til að finna félaga slna, skall á hann eitt versta rok, sem hann taldi sig hafa verið úti í. ,,Ég varð að fara aftur ofan í dalinn. Það var ógerlegt að komast yfir sléttuna.” ískaldur stormurinn skall á Rönne- berg og þeim hinum. Rennvotur snjórinn fraus svo snöggt og illa, að skíðin mörkuðu ekki I hann. Þeir náðu ekki fyrr en klukkan þrjú um daginn til kofans, þar sem þeir höfðu allir mælt sér mót, og voru þó ekki nema um tíu kílómetrar þangað, þaðan sem stormurinn skall á þá. Þegar þangað kom, létu þeir fallast hver um annan þveran og sváfu í tólf tíma, meðan óveðrið geysaði. Þeir voru enn hættulega nærri Vemörk,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.