Úrval - 01.03.1976, Side 101
HRAUSTIR MENN
99
að hvort í verksmiðjunni eða nánasta
nágrenni hennar.)
Norðmennirnir klöngruðust upp
norðurvegg gljúfursins í áttina að
þjóðveginum — einmitt þeim vegi,
sem liðsauki þjóðverja frá Rjukan
myndi koma. Þegar kom að vegin-
um, hentust þeir yfir hann, yfir
vatnsflauminn, sem nú streymdi
niður veginn milli snjóruðninganna
sitt hvorum megin. Þeir slógu ekki af
ferðinni, heldur ruddust gegnum
runnaþykkni í áttina að hliðarvegi,
þar sem þeir höfðu falið skíðin sín og
hvítu búningana. í sunnanverðu
gilinu sáu þeir geisla leitarljósanna
leika um teinana, þar sem þeir höfðu
sjálfir verið fyrir stuttu. Leitin var í
fullum gangi, og þeir voru enn í
dalnum, enn í breskum einkennis-
búningum.
Þeir fundu felustaðinn, þar sem
dótið þeirra var, flýttu sér að fara í
hvítu gallana og héldu síðan af stað
eftir hliðarveginum í áttina til Rjuk-
an. Á aðalveginum spölkorn fyrir
neðan þá. þutu þýskir bílar í hina
áttina. ,,Þetta var heldur óþægi-
legt,” sagði Helberg síðar. „Hvenær,
sem var, gátum við rekist á þjóð-
verja.”
Þeir hefðu getað klifrað brattann
beint upp á sléttuna, en Helberg og
aðrir heimamenn á þessum slóðum
töldu það of þreytandi ferðalag. Ef
þeir fylgdu hliðarveginum, þótt
hættulegt gæti verið, kæmu þeir
bráðlega að svifbraut, sem lá frá
Rjukan og upp á dalbrúnina. Þjóð-
verjar höfðu lagt hald á þessa
svifbraut, og hún var ekki lengur í
reglulegri notkun. En undir henni
var þjónustuvegur, sem hlykkjaðist
alla leiðina upp, með raðir grenis og
furu beggja megin. Þessi leið var
tiltölulega ömgg fyrir þá, ekki síst
þar sem þjóðverjar einbeittu sér nú
að því að koma liðsstyrk að Vemörk.
Engu að síður tók það þá þrjár
klukkustundir að komast upp á fjalls-
hrygginn, sem lá upp á sléttuna.
Þegar upp kom, kvaddi Helberg
félaga sína og hélt til kofans, sem
þeir höfðu dvalið í nóttina áður, til
þess að ná í borgaralegu fötin sín.
Hann ætlaði að hitta Poulson í Osló
eftir viku; þeir höfðu ákveðið að fara
ekki frá Noregi aftur um sinn.
Helberg komst í kofann og náði í
fötin sín, en þegar hann lagði aftur af
stað til að finna félaga slna, skall á
hann eitt versta rok, sem hann taldi
sig hafa verið úti í. ,,Ég varð að fara
aftur ofan í dalinn. Það var ógerlegt
að komast yfir sléttuna.”
ískaldur stormurinn skall á Rönne-
berg og þeim hinum. Rennvotur
snjórinn fraus svo snöggt og illa, að
skíðin mörkuðu ekki I hann. Þeir
náðu ekki fyrr en klukkan þrjú um
daginn til kofans, þar sem þeir höfðu
allir mælt sér mót, og voru þó ekki
nema um tíu kílómetrar þangað,
þaðan sem stormurinn skall á þá.
Þegar þangað kom, létu þeir fallast
hver um annan þveran og sváfu í tólf
tíma, meðan óveðrið geysaði. Þeir
voru enn hættulega nærri Vemörk,