Úrval - 01.03.1976, Síða 102

Úrval - 01.03.1976, Síða 102
100 Orval og ekkert skildi þá frá óvinunum að kalla annað en veðrið. MJÓTT Á MUNUNUM. Þegar fréttir um skemmdirnar í Vemörk b'árust til aðalstöðva nasista í Osló, þustu fyrirliðar þjóðverja þegar til verksmiðjunnar til að kanna skemmdirnar. Nickolus von Falken- horst, yfirhershöfðingi þjóðverja í Noregi, kom sjálfur á vettvang. Hann komst að því, að sprengingarnar höfðu slegið botnana úr öllum átján framleiðslustrokkunum. Hálft tonn af dýrmætu þungavatni haði runnið út í skolpið. Það myndi taka margar vikur að hreinsa til og lagfæra skemmdirnar, og mánuðir líða þar til_ nægilegt þungavatn yrði til handa þjóðverjum, svoþeir gætu látið draum sinn um kjarorkusprengju rætast. Von Falkenhorst kallaði skemmd- arverkið „bestu aðgerðina, sem ég hef séð af þessu tagi.” Hann náði ekki upp í neflð á sér við varðmennina, sem höfðu ekki staðið sig betur á verðinum. Hann benti á ónýta strokkana og öskraði á yfirmann varðmannanna: „Þegar maður á að sjá um svona fjársjóðakistu, sest maður sjálfur ofan á hana með vopn í hendi!” Heimamaðurinn reyndi að friða hershöfðingjann með því að útlista fyrir honum, hve mikið hefði verið gert til að auka öryggi verksmiðjunn- ar, síðan upp hafði komist um hina misheppnuðu árás mannanna úr svifflugunum. Hann benti á flóðljós- in uppi á byggingunni og skýrði frá því, að hægt væri að flóðlýsa svæðið allt á svipstundu með því að þrýsta á rofa. „Kveikið!” skipaði von Falken- horst. Liðþjálfi hljóp af stað til að verða við skipuriínni. Falkenhorst beið, en engin ljós kviknuðu. Liðþjálfinn, sem var nýkominn til verksmiðjunn- ar, vissi ekki hvar rofinn var. Hann leitaði og leitaði og varð að lokum að spyrja norskan verkamann. Nú var von Falkenhorst orðinn alvarlega reiður og gaf fyrirmæli um, að fyrirliði varðmannanna skyldi þegar í stað sendur í framlínu þjóðverja í Rússlandi. Stormurinn hafði sléttað út öll spor norðmannanna. Samt leið ekki á löngu, þar til þjóðverjar komust á fyrsta sporið. Maður nokkur, sem hafði verið á ísdorgi á Harðangurs- heiðum, viðurkenndi að hafa séð hermenn í breskum einkennisbún- ingum þar uppi á heiðunum. Þjóð- verjarnir minntust sviffluganna, sem þeir höfðu veitt mannskapinn úr fyrir nokkrum mánuðum, og komust að þeirri niðurstöðu, að bretar hefðu valið sléttuna fyrir aðsetur skemmd- arverkahópa. Gerðar voru gagngerar ráðstafanir til að þaulleita sléttuna, og tíu þúsund þjóðverjar voru sendir af stað til að fínkemba svæðið. NORÐMENNIRNIR biðu þar til stormurinn rénaði, en lögðu svo af stað norður að kofanum, þar sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.