Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 105
HRAUSTIR MENN
103
gá, hvort þjóðverjar væru enn á
þessum slóðum. Það fyrsta, sem hann
sá, voru fimm þýskir hermenn, sem
komu á skíðum í átt til hans og bar
hratt yfir.
Hann var varla í aðstöðu til að fara
að berjast. Hér var hann einn móti
fimm, og eina vopnið, sem hann
hafði, var Colt .32 skammbyssa.
Hann spennti því á sig skíðin í hasti
og rauk af stað til vesturs, beint í
sólina, til þess að þjóðverjar ættu
verra með að hitta hann.
Og þeir hittu ekki, þótt þeir skytu
eftir honum. Svo hættu þeir að
skjóta. Helberg leit um öxl og sá, að
þeir höfðu ákveðið að ná honum í
staðinn. Hér erum við á fœðingar-
slóðum skíðakeppninnar, hugsaði
hann. Og nú eru verðlaunin mín eigin
líftóra.
í klukkustund hélt hann forskot-
inu, þaut áfram fram hjá freðnum
gróðri og stórum, stökum steinum.
Hann hugsaði um það, hvort hann
hefði tínia til að taka sjálfsmorðs-
pilluna, ef hann dytti. Óttinn við að
þurfa að nota hana varð allt I einu
meiri en óttinn við ofsækjendurna, og
hann keyrði stafina ofan í hjarnið,
fastar og (astar, ttl þess að reyna að
komast hraðar
l.oks f.rkkaðt eftirleitarmönnunum
niður i tvo. því þrír gáfust upp.
örmagna Sá fjórðt hélt áfram svo
sem ftmmtán kílometra Þá var
aðems emn efttt ,.\ú vat letkurinn
að jafnast." sagði Helberg. ,.Hann
var þolnan en eg. og góður skíða-
maður þar að auki. Keppnin hélt
áfram. ’ ’
í tvær klukkustundir breyttist
fjarlægðin milli þeirra ekki um nema
svo sem þrjátíu eða fjörutíu metra af
og á. Helberg sá, að í hvert sinn, sem
hann gekk upp brekku, vann hann
meira forskot, en forbrekkis vann
þjóðverjinn á.
,,Þess vegna reyndi ég að finna eins>
margar hæðir og ég gat — þar til ég
var loks kominn upp og ekki voru
fleiri brekkur framundan. Ég lagði af
stað niður, en eftir svo sem kortér
heyrði ég þytinn af skíðunum hans á
eftir mér. Hann kom nær og hrópaði
svo: ,,Upp með hendur!” — á
þýsku.
Hefði þjóðverjinn vitað, að Hel-
berg var með byssu, hefði hann
líklega skotið hann í bakið með
Lugernum sínum. En hann vildi
greinilega færa hann til baka til
yfirheyrslu. Helberg snéri snöggt við,
og þjóðverjinn stirðnaði upp, þegar
hann sá byssuna hans. Nú voru um
40 metrar milli þeirra, og norð-
maðurinn enn í sólina að sjá frá
þjóðverjanum.
Helberg miðaði og skaut einu
sinni, hitti ekki. Svo gerði hann sér
grein fyrtr því, að sá sem fyrr yrði
uppiskroppa með skotfæri, myndi
tapa, svo hann hætti við að skjóta
fleiri skotttm. Þjóðverjinn svaraði
skotinu þcgar i stað, en hitti ekki
hcldur. Hclbcrg hcyrði þytinn af
næstti ktilu. Nú cr fað búið. hugsaði
hann. þegar þjóðverjinn skaut í