Úrval - 01.03.1976, Síða 113
111
GLEÐIN, HRYGGÐIN OG HAMINGJAN,
(Axel Jueí).
Ljúfasta gleði allrar gleði
er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt,
engu, sem manni er á valdi eða í vil,
gleði yfir engu og gleði yfir öllu,
gleðin: að vera til.
Sárasta hryggð allrar hryggðar
er hryggð yfir því, sem er alls ekki neitt,
óbundin hugboði, orðum og gjörð,
hryggð yfir einhverri erindisleysu
á óskiljanlegri jörð.
Hamingjan dýpsta, sem hjartans
hamingjudrottning þér gaf,
býr ekki í faðmlagsins flöktandi yl,
nei, það er einveruhamingjan hugans:
að hún skuli vera til.
SÁ SEM AF ALHUGA ANN -
(.Paul Heysé).
Sá, sem af alhuga ann,
unir ei sollinum lengur,
hljóður í gullskýi hann gengur
með guð fyrir Ieiðsögumann.
Líkt og í Ieiðslu að sjá
lætur hann augu sín reika,
öðrum sér ann hann að leika,
ein er hans löngun og þrá.
Fagnandi í huga, en fár,
fær hann ei leynt, sem hann hyggur,
að lífsins kóróna liggur
Ijómandi honum um brár.