Úrval - 01.03.1976, Page 115
113
Það eru ekki nema 55 ár, síðan þessi sjúkdóms-
greining var sama og dauðadómur. Nú til dags
höfum við insúlínsprautur og kunnúttu til að
haga mataræðinu rétt, og flestir sjúklingar geta
lifað sæmilega eðlilegu lifi.
SJÚKDÓMSGREINIG:
SYKURSÝKI
— James H. Winchester —
v
A
*
fáum vikum léttist ég um
nærri sex kíló, og át þó
engu minna en venju-
lega. Þetta var árið 1973.
yuy.tviiv.c.:; Mct' fannst eins og bóm-
ull hefði verið límd innan í munninn á
mér, og ég var síþyrstur. Ég var á
sífelldum þönum fram á klósett, dag
og nótt, því ég þurfti alltaf að vera að
pissa. Hvert minnsta verk varð mér
hreinasta þrekraun. Ég sagði við
konuna mina: ,,Ég er eins og sprung-
in blaðra.”
Þegar einföld rannsókn leiddi í ljós
að sykurmagnið í blóði mínu var
fimm sinnum meira en venjulega,
var læknirinn ekkert að klípa utan af
því við mig. Hann sagði mér, að ég
væri með sykursýki.
Sykursýki er það kallað, þegar
líkaminn getur ekki haft full not af
kolvetnunum (sykri og sterkju), sem
við fáum í matnum. Venjulega
framleiðir magakirtillinn insúlín,
hormónið, sem kemur líkamsfrum-
unum til að brenna sykrinum úr