Úrval - 01.03.1976, Page 117
SJÚKDÖMSGREINING: SYKURSÝKI
115
utan á sér, stóreykur þörf hans á
insúlíni, því það þarf insúlín til að
umbreyta hitaeiningum í fitu. Oft er
það nóg að megra sig, minnka vélina,
sem þarf á eldsneyti að halda til þess
að líkaminn geti sjálfur framleitt
nægilega mikið insúlín.
I mínu dæmi dugði góður matar-
kúr til þess að létta mig um úu kíló á
einu og hálfu ári. Þetta ásamt því
sem ég hafði lést áður en sjúkdómur-
inn uppgötvaðist, létti mig úr 85
kílóum niður í 70 kíló. Og nú vill
læknirinn minn ekki að ég léttist
meir. Líkami minn framleiðir enn
ekki nóg insúlín, en ég þarf ekki
nema lítinn skammt daglega. ,,Þú
myndir að sjálfsögðu þurfa enn
minna insúlín, ef þú gerðir þig
grindhoraðan, jafnvel svo, að líkam-
inn yrði sjálfum sér nægur.” ,,En þá
fengir þú ekki þá næringu, sem þú
þarft, og þannig myndir þú valda þér
meiri skaða með næringarskorti held-
ur en nokkur sjúkdómur gæti gert.”
Því er nú ver, að þeir sem fá
sykursýki komnir yfir fertugt, eru
vísastir til að hafa tamið sér harla
fastar lífsvenjur. Mörgum finnst
erfiðast að breyta venjum sínum í
mat og drykk. Til þess að hjálpa
mönnum í þeim tilvikum eru til
sérstök sjúkrahús í Bandaríkjunum,
eins og Gradys Hospital.
Þegar sú stofnun tók til starfa árið
1971, komu þar yfir 500 sjúklingar
árlega, sem fallnir voru í mók af
innsúlínskorti, og yfir 200 aflimanir
voru gerðar þar vegna dreps, sem átti
rót sína að rekja til skemmdrar