Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 119
SJUKDOMSGREINING: SYKURSÝKI 117
sykurinn í líkamanum og minkar
þörfina fyrir insúlín. Á hinn bóginn
hættir sykrinum til að safnast fyrir í
blóðinu, þegar sjúklingurinn heldur
kyrru fyrir.
Þótt mataræðið sé í brennipunkti
um þessar mundir, steðja vísindin að
sykursýkin úr mörgum áttum í senn.
Nú allra síðustu árin hafa til dæmis
uppgötvast betri aðferðir til að
útiloka öll framandi efni úr insúlín-
inu, sem notað er til að sprauta með
sjúklinga, og efnið er nú orðið 99%
hreint. Gamla insúllnið var ekki
hættulegt, en aukaefnin í því eyði-
lögðu stundum fituvefina þar sem
því var sprautað í sjúklingana, svo að
með árunum mynduðust þar ljótar
holurí líkamann. Nú þegar insúlínið
er orðið hreinna, hefur dregið veru-
lega úr slíkum aukaverkunum.
Um þessar mundir er verið að
staðla styrkleika lyfsins og binda það
við einn ákveðinn styrkleika, kallað-
an U-100. I mörg ár hefur insúlín
fengist með ýmsum styrkleikum, og
sjúklingarnir hafa orðið að taka það
með í reikninginn, þegar þeir ákveða
sinn daglega skammt. Það gat haft
hinar alvarlegustu afleiðingar að
misreikna sig. Nú kemur það varla
fyrir, að gefinn sé rangur skammtur.
Allt þendir til þess, að bjart sé
framundan í viðleitninni við að hafa
stjórn á sykursýki. Unnið er að
undirbúningi þess — þótt enn muni
líða mörg ár, þar til það verður
algengt — að unnt verði að flytja
magakirtlana, sem framleiða insúlín,
með svipuðum hætti og til dæmis
hjarta- eða nýrnaflutningar eiga sér
nú stað, Þá eru í gangi tilraunir með
að koma fyrir gerfi-magakirtli, sem
fylgist sjálfur með sykurmagni blóðs-
ins og gefi insúlínskammt, þegar
sykurmagnið verður of mikið.
Á árunum upp úr 1920 gátu
læknar ekki sett markið hærra en að
halda sjúklingum lifandi í tvö til tíu
ár, eftir að sjúkdómurinn braust út,
eftir því hver aldur sjúklingsins var
þá. Nú er útlitið miklu bjartara. Einn
sérfræðinganna á Joslin sjúkrahúsinu
sagði við mig: ,,Með þessum smá-
skammti, sem þú færð af insúlíni, og
ef þú heldur matarkúrinn stranglega,
getur þú vel búist við að hirða vænan
skammt af ellilaununum þínum."
SANNLEIKURINN BORGAR SIG. , •
Dagblað eitt efndi til samkeppm um besta svarið við þessari
spurningu: Ef eldur brytist út á listasafnmu í Louvre og þu gætir
bjargað aðeins einu listaverki, hverju myndir þú biarga.
Svarið, sem verðlaunin hlaut, var þetta:
Því, sem er næst dyrunum.
Jean Nohain.