Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 120
118
URVAL
°Úr tjeimi lækpavísiijdanija
SKROKKSKYNJARAR.
Þótt venjulegar röntgenmyndir séu
ómetanlegar til þess að kanna ástand
beina og annarra harðra hluta í
líkamanum, svo sem gallsteina,
koma þær að takmörkuðu gagni við
rannsókn á mjúkum vefjum líkam-
ans. En nú hafa vísindamenn full-
komnað vél, sem kalla má skrokk-
skynjara. Þetta er tölvutæki, sem
notar röntgengeisla á nýjan hátt til
þess að vinna úr skarpa og nákvæma
mynd af hvaða hlut skrokksins, sem
er.
Þessi nýja vél sendir örmjóan
geisla gegnum skrokkinn, og fram-
kallar þverskurðarmynd, sem ella
væri ekki hægt að ná án þess að skera
sjúklinginn í tvennt. Með þessu
áhaldi má finna æxli á frumstigi, á
því stigi, þegar enn er hægt að
komast fyrir það, og talið er, að það
muni í mörgum tilfellum koma í veg
fyrirþað, að til áhættusamrar aðgerðar
þurfi að koma, eftir að æxlið er orðið
illviðráðanlegt. Meðal þeirra sjúk-
dómsgreininga, sem gerðar hafa verið
með tæki þessu hingað til eru æxlin í
nýrum og magakirtlum, óeðlileg hol
í mænu, stækkuð lifur og milti, og
blóðtappar, sem benda á líkur á
sérstakri gerð af slagi.
NÆMUR BRJÓSTAUALDARI.
Hópur kvenna í Arizona hefur
verið beðinn að prófa sérstaka gerð af
brjóstahaldara í tilraunaskyni. Þessir
brjóstahaldarar eiga að ljóstra upp
um bólgu eða æxli í brjóstum, hvort
heldur um er að ræða svokallaðar
góðkynja meinsemdir eða hættu-
legar. I þessum brjóstahöldurum eru
nokkrir hárfínir skynjarar, sem skrá
hita líkamsvefjanna. Ef hitinn er á
einhverjum stað kominn upp yfir
það, sem eðlilegt er, er ástæða til að
rannsaka brjóstið nánar á þeim stað,
segir formaður rannsóknarhópsins,
sem að þessu vinnur. Tilraunin á að
standa í þrjú ár, en konurnar þurfa
ekki að ganga með brjóstahaldarann
nema einu sinni eða tvisvar á ári, og
þá í um það bil 72 tíma í senn.
Niðurstöður þeirra upplýsinga, sem
með þessum hætti safnast frá þessum
100 kvenna hópi, verða svo bornar
saman við sambærilegar upplýsingar
um konur, sem eru til meðferðar
vegna brjóstakrabba.
ÍÞRÓTTAKONIJR OG
ÓLÉTTUSTAND.
Að sérhver ófrisk kona eigi að
varast líkamlega áreynslu, gildir ekki
nú á tímum íþróttadýrkunarinnar. Á
þingi kvenlækna I Baiidaríkjunum
ekki fyrir löngu voru margir lækn-
anna sammála um eftirfarandi yfir-
lýsingu: