Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
Gátur og oróaleikjr^
Svör
Margir.hafa gaman af að spreyta
sig á gátum og orðaleikjum. Þótt
sumir þeirra séu kannski í hæpnasta
lagi, eru þeir þó oft ansi spaugilegir
og til þess fallnir áð koma fólki í gott
skap. Við höfum hér tínt saman
nokkra orðaleiki og gátur, sem fóik
getur spreytt sig á. Svörin er að finna
á bls. 128 — en reynið fyrst hvað
ykkur verður sjálfum ágengt, áður en
þið laumist í svörin.
1. Hvað er það, sem flýgur í
loftinu, hefur tjórar lappir og segir
krúnk, krúnk?
2. Hve lengi sefur asninn á nótt-
unni?
3. Hvað þýtur eftir götunni og
gægist í öll horn?
4. Hvað er líkt með barnapela og
fíl?
5. Hvernig veiðir maður tannlausa
kanínu?
6. Hvaða munur er á reiðri konu
og tigrísdýri?
7. Hvað er líkt með karlmanni og
Volkswagen?
8. Hvað erþað, sem hefur 21 auga,
en hvorki nef né munn?
9. Hvað á maður að gera, ef maður
vill ekki láta trufla nætursvefn sinn?
10. Hvað er það, sem fer í skóla á
hverjum degi en lærir aldrei neitt?
11. Hvað er það besta við smurða
brauðið?
12. Stundum með höfuð, stund-
um ekki með höfuð, stundum með
fléttu, stundum ekki með fléttu.
Hvað er það?
13. Hvað myndurðu gera, ef þú
kæmir að hesti, sem væri að baða sig í
baðkerinu þínu?
14. Hvað er það besta við svarta
kú?
15. Hvað er það, sem er hnöttótt
með mörg augu en sér ekki glóru?
16. Hvað er ólíkt með sjúklingi á
sjúkrahúsi og manni, sem hefur
hengt sig?
17. Hver var fyrsti ávaxtakaup-
maður heims?
18. Hvers vegna er hvítabjörninn
ekki hræddur við ljónið?
19- Hvernig er sögnin að elska í
þolmynd?
20. Af hverju eru fjaðrirnar á
hananum alltaf svona sléttar?
21. Hvenær eru mestar líkur til að
grauturinn brenni við?
22. Hve mörg ljón getur maður
látið í tómt búr?
23. Hvenær er vonin sterkari en
reynslan?
24. Hvar hefur maður bestu
gleraugun?
25. Hvernig eru baunirnar hér á
landi?
26. Hvaða blöðu eru það, sem
enginn getur verið án?