Úrval - 01.03.1976, Side 124
122
URVAL
D
*
*
m
******
ag nokkurn árið 1942, í
miðjum óhugnaði síðari
heimssty rj aldarinnar,
heyrði ég járnhlið hins ill-
ræmda fangelsis í Bour-
ges lokast á eftir mér. Og það var þar,
sem ég kynntist hugdjarfasta og
fórnfúsasta manni, sem ég hef
nokkurn tíma fyrir hitt. Þetta var
sannkristinn maður, og náungakær-
leikur hans og skeytingarleysi um
dauðann bjargaði tugum manna
frönsku andspyrnuhreyfingarinnar.
Ég var að reyna að leysa af hendi
verkefni fyrir andspyrnuhreyflnguna,
og hafði í því skyni reynt að komast
án vegabréfs yfir markalínuna milli
hins hersetna hluta Frakklands og
hins frjálsa, í nánd við Sancoins í
Cher-héraði. Sá, sem tók að sér að
hjálpa mér yfír línuna, reyndist hins
vegar vera svikari á mála þjóðverja.
Ég var gripinn, mér var misþyrmt og
loks farið með mig til Bordiot fangels-,
isins, þar sem mér vár fleygt inn til
tveggja annarra fanga í klefa, sem var
aðeins tveir sinnum þrír metrar. Ég
hafði hvorki fengið vott né þurrt í tvo
sólarhringa, svo ég bað þýska fanga-
vörðinn um ofurlitla súpu.
,,Ofseint. Á morgun,” gelti hann
og skellti klefadyrunum aftur.
Um stundarfíórðungi síðar kom
annar varðmaður inn í klefann. Þetta
var lágvaxinn maður og hnellinn, í
þýskum einkennisbúningi. Með vin-
samlegu brosi rétti hann mér skál
með rjúkandi súpu, og í súpunni var
stór kjötbiti. Blá, þýðleg augu hans
MUNKURINN
I
GESTAPO—
FANGELSINU
— Nicholas Poulain —