Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 7
guðsfeginn. Að máltíð lokinni var gengið frá nesti og lagzt til
svefns.
Árla morguns var risið úr rekkjum og tekið til nestispokanna
eftir nokkrar geispur. Þegar ég ætlaði að taka minn poka, brá svo
við, að hann var horfinn. Við þetta varð ég hálfhvumsa. Nú hefði
þó súri hvalurinn komið sér vel eftir kjötátið frá kvöldinu áður,
þorstinn hafði ásótt mig, þegar áleið nóttina.
Nokkuð frá tjaldinu fannst malpokinn, allur í druslum, hvalur-
inn og osturinn voru brottu, aðeins smjöröskjurnar og nokkrir
kökubitar eftir. Ég hafði þá gleymt að binda fyrir pokann um
kvöldið, áður en ég trauð honum útundir tjaldskörina. Um nóttina
höfðu komið hundar að tjaldinu, fundið sýrulyktina af hvalnum,
dregið pokann út og gert sér gott af matnum.
Mér sveið matarmissirinn og þótti skömm að slóðaskapnum,
svona mátti ekki henda ferðamenn. Samferðamennirnir vorkenndu
mér og buðu mér mat af sínu nesti. Úr því sem komið var, þáði
ég það með þökkum. Ég bjóst ekki við að geta bætt mér nestis-
skaðann eins og Grettir forðum, þegar hann týndi nestinu. Úr
þessu gekk ferðin viðburðalaust til kaupstaðarins. Folöldin urðu
mér ekki til neins tjóns, og ekki áttu þau sök á matarhvarfinu.
Þegar til kaupstaðarins í Höfn kom, var vöruskipið nýkomið og
því nóg af varningi á boðstólum. Ekki varð ég hrifinn af kaup-
staðarlífinu, mér fannst svo tilbreytingarlítið að sjá verkamennina,
mjöluga upp yfir höfuð, mjakast áfram þunglamalega, tilbúna til
að hægja á sér ef færi gafst.
Mér fannst þetta minna á ævilangt, hugsjónalaust strit í þarfir
þeirra, sem meira hugsa um að ná aurunum í sinn eigin vasa en
þeirra, sem sveitast mest við að afla þeirra.
Margt sá ég í búðinni, sem mig langaði til að eiga, en þegar
ég heyrði um verðið, komst ég fljótt að raun um, að ég gat ekki
keypt mikið fyrir krónurnar mínar. Þeir félagar mínir verzluðu
æðimikið, enda voru þeir sæmilega stæðir. Einn þeirra tók meðal
annars út húsklukku, en það var sá hlutur, sem ég mátti til að fá.
Heima var engin klukka eða úr. Það eina, sem hægt var að átta
sig á með eyktamörk var sólin á daginn og stjörnur á vetrar-
kvöldum. Oft var það, að hvorki sól eða stjörnur sáust. Þá var
Goðasteinn
5