Goðasteinn - 01.09.1966, Page 8

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 8
ekkert, sem hægt var að átta sig á nema kýrnar. Þær bauluðu á sínum tíma eftir gjöfum og mjöltum og migu allar í senn í flórinn, um leið og þær stóðu upp til að kalla eftir sínu. Ég spurði nágranna minn, hvað hans klukka hefði kostað. „Níu krónur“, sagði hann. Já, níu krónur, ég átti aðeins tvær krónur. Fyrir upptíninginn minn og reyfið mitt gat ég fengið þrjár krónur. „Ætli ég fái lánað til haustsins uppá fjórar krónur"? spurði ég einn samferðamanninn. Hann kvaðst ekki vita það en ekki væri það óhugsandi, ég skyldi færa það í tal við kaupmanninn. Það þótti mér nú þyngri þrautin, ég hafði heyrt föður minn tala um, að erfitt væri fyrir þá að fá lán, sem lítið ættu til. Nú var röðin komin að mér að verzla. Þess skal getið, að þetta var ekki aðalverzlunin, heldur verzlaði hér nýkominn kaupmaður, Gunnlaugur að nafni, og gerðu margir sér vonir um, að samkeppni við gömlu verzlunina mundi verða til þess að bæta verzlunina á Höfn. Þessi verzlun lifði stutt og gerði ekkert gagn, verzlunarlega séð. Hér átti ég lítið að verzla, enda var ég fljótur. I fyrstu var ég feiminn við búðarmanninn, en það hvarf fljótt, er ég fór að kynn- ast honum meir. „Ætlarðu sjálfur ekki að verzla neitt“? spurði búðarmaður. 1 þessu bar verzlunarstjórann að. „Hann á hér engan reikning“, sagði hann. Það kom hik á mig: „En heyri þér, ég ætla að kaupa fyrir tvær krónur og svo“. „Og svo“? hafði hann eftir með óþolinmæði, eins og hann hefði ekki tíma til að sinna fátæk- um, óframfærnum dreng. „Og svo er upptíningurinn minn heima“. En sú fíflahreinskilni að segja ekki ull í staðinn fyrir upptíning, en til lukku talaði ég svo lágt, að kaupmaðurinn heyrði ekki eða gaf því ekki gaum. „Hvað ætlarðu að fá fyrir krónurnar"? spurði hann. „Klukku“, sagði ég. „Klukku"? kváði kaupmaður hissa. „Ekki færðu hana fyrir tvær krónur“. Ég þóttist vita það. „En svo er ullin mín heima og svo“. „Og svo hvað“ sagði kaupmaður. „Og svo skal ég láta lambið mitt í haust“. „Þú átt hér engan reikning“, sagði hann, „og svo lána ég ekki svona unglingum“. Svona unglingum, hvað þýddi þetta? Var ég nokkuð öðruvísi en aðrir unglingar? Ætli kaupmanninum hafi mislíkað við mig, eða var ég of heimtufrekur. Nú hélt ég, að mér hefði dottið það rétta í hug. Var ég fátækari 6 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.