Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 8

Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 8
ekkert, sem hægt var að átta sig á nema kýrnar. Þær bauluðu á sínum tíma eftir gjöfum og mjöltum og migu allar í senn í flórinn, um leið og þær stóðu upp til að kalla eftir sínu. Ég spurði nágranna minn, hvað hans klukka hefði kostað. „Níu krónur“, sagði hann. Já, níu krónur, ég átti aðeins tvær krónur. Fyrir upptíninginn minn og reyfið mitt gat ég fengið þrjár krónur. „Ætli ég fái lánað til haustsins uppá fjórar krónur"? spurði ég einn samferðamanninn. Hann kvaðst ekki vita það en ekki væri það óhugsandi, ég skyldi færa það í tal við kaupmanninn. Það þótti mér nú þyngri þrautin, ég hafði heyrt föður minn tala um, að erfitt væri fyrir þá að fá lán, sem lítið ættu til. Nú var röðin komin að mér að verzla. Þess skal getið, að þetta var ekki aðalverzlunin, heldur verzlaði hér nýkominn kaupmaður, Gunnlaugur að nafni, og gerðu margir sér vonir um, að samkeppni við gömlu verzlunina mundi verða til þess að bæta verzlunina á Höfn. Þessi verzlun lifði stutt og gerði ekkert gagn, verzlunarlega séð. Hér átti ég lítið að verzla, enda var ég fljótur. I fyrstu var ég feiminn við búðarmanninn, en það hvarf fljótt, er ég fór að kynn- ast honum meir. „Ætlarðu sjálfur ekki að verzla neitt“? spurði búðarmaður. 1 þessu bar verzlunarstjórann að. „Hann á hér engan reikning“, sagði hann. Það kom hik á mig: „En heyri þér, ég ætla að kaupa fyrir tvær krónur og svo“. „Og svo“? hafði hann eftir með óþolinmæði, eins og hann hefði ekki tíma til að sinna fátæk- um, óframfærnum dreng. „Og svo er upptíningurinn minn heima“. En sú fíflahreinskilni að segja ekki ull í staðinn fyrir upptíning, en til lukku talaði ég svo lágt, að kaupmaðurinn heyrði ekki eða gaf því ekki gaum. „Hvað ætlarðu að fá fyrir krónurnar"? spurði hann. „Klukku“, sagði ég. „Klukku"? kváði kaupmaður hissa. „Ekki færðu hana fyrir tvær krónur“. Ég þóttist vita það. „En svo er ullin mín heima og svo“. „Og svo hvað“ sagði kaupmaður. „Og svo skal ég láta lambið mitt í haust“. „Þú átt hér engan reikning“, sagði hann, „og svo lána ég ekki svona unglingum“. Svona unglingum, hvað þýddi þetta? Var ég nokkuð öðruvísi en aðrir unglingar? Ætli kaupmanninum hafi mislíkað við mig, eða var ég of heimtufrekur. Nú hélt ég, að mér hefði dottið það rétta í hug. Var ég fátækari 6 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.