Goðasteinn - 01.09.1966, Page 10

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 10
sem fátt getur veitt sér, og þess efnaða, sem getur veitt sér allt, jafnvel drengnum sínum sætindi og ýmsan óþarfa. Ég hafði ekki hugsað um að kaupa sætindi eða neinn óþarfa, aðeins eitthvað, sem glatt gæti foreldra mína, þegar heim kæmi, eitthvað, sem gat sett ofurlítinn svip á fátæklega baðstofuna heima, og klukka á laglegri hillu fannst mér mundi gera það. Mér varð litið við. Ég sá þá, að þeir feðgar voru að pakka niður klukkunni, sem ég hafði augastað á. Ég spurði drenginn, hvort hann ætti klukkuna. Já, hann sagði, að pabbi sinn hefði gefið sér hana, til þess að hafa í herberginu sínu, sér leiddist svo að vera klukkulaus, þegar hann væri einn. „Þið eigið kannski ekki aðra klukku“, sagði ég. ,,Jú, pabbi og mamma eiga sitt úrið hvort og svo er stóra klukkan í baðstofunni". Ég gekk þegjandi út. Enginn gaf fá- tæklega drengnum, í heimaunnu, grófgerðu fötunum gaum, nema ef einhver hefði þá hent gaman að því, hvað hann væri luralegur. Um það hugsaði ég þó ekkert, en í sál minni brann heitt bál, tilfinn- ingar mínar kyntu látlaust að þeirri hugsun að reyna að verða sjálf- bjarga maður, sem gæti á einn eða annan hátt unnið framtíð- inni gagn. Nú varð mér reikað að búðardyrum aðalverzlunarinnar. Kannski ég fari þar inn og kaupi fyrir krónurnar mínar. Verzlunarstjóri þar var Þórhallur Daníelsson, kunnur fyrir lipurð í viðskiptum. Ég gekk þar inn. „Hér fást víst kvenklútar, ofanábindur meina ég, og munntóbak“. Já, það var til. Afgreiðslumaðurinn spurði, hvort ég ætti stúlku eða væri farinn að brúka tóbak. Ekki kvað ég það vera, ég ætlaði að færa foreldrum mínum þetta. Honum fannst ég ótrúlega hugulsamur. Klúturinn kostaði 50 aura og ein lykkja af tókbaki krónu. Fyrir aurana, sem af gengu, keypti ég kandís. Nú datt mér í hug að spyrja, hvort ekki fengist hér klukka. Jú, klukkur voru til. Ætli kaupmaðurinn vildi taka eina frá og geyma fyrir mig til haustsins. Búðarmaðurinn gekk inná kontór til kaup- mannsins og sagði honum frá ósk minni. „Varst þú að biðja um klukku“, spurði kaupmaður, um leið og hann gekk að búðarborð- inu, þar sem ég stóð. Ég játti því, ef hún fengist geymd til hausts- ins, ég gæti ekki borgað hana fyrri. „Það er sjálfsagt að gera það fyrir svo myndarlegan pilt.“. Hann sagði búðarmanninum að taka 8 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.