Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 11

Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 11
eina klukkuna frá, pakka henni inn, skrifa nafn piltsins á pakkann og koma með hann inn á kontór. Við þessi málalok varð ég glað- ari en orð fá lýst. Eg hélt út í góðu skapi og lofaði Þórhall kaupmann. Að kvöldi þessa dags var haldið af stað heimleiðis úr kaup- staðnum. Áð var yfir lágnættið í Árnaneslandi. Um háttamálin, næsta kvöld, komum við heim. Ég var glaður, þegar ég kom heim, yfir að geta glatt foreldra mína og annað heimafólk af klukkunni. Það var líka eins og allir hefðu heimt mig úr helju úr þessari fyrstu langferð minni. Um haustið fékk ég klukkuna og gat þá borgað hana. Ég fékk fimm krónur fyrir sumarullina mína og fjórar krónur fyrir lambið mitt um haustið. Klukkuna borgaði ég því af eigin ramleik. Mér er enn glögg í minni ánægjustundin kvöldið, sem klukkan var fyrst sett á hilluna í baðstofunni á Hala. Mér fannst baðstofan þá, þó fátækleg væri, orðin að stórhýsi. Þannig hafði þá þessi ósk mín rætzt, af því ég var nógu duglegur að berjast fyrir henni. Síðan þetta gerðist, hefur margt skeð, árin hafa liðið og ég elzt. Tímanum hefur að ýmsu leyti tekizt að setja sín mörk á mig. Marga kaup- staðarferðina hef ég farið, en aldrei kem ég svo í búð, að ég minnist ekki með sjálfum mér fyrstu kaupstaðarferðarinnar minnar. hún hefur verið ein af lærdómsríkustu stundum lífs míns. Hún kenndi mér, hve mikil nauðsyn er að stríða mót erfiðleikum, sem mæta. Kjarkur og festa eru beztu bjargvættir, þegar stormurinn stendur í fangið. Hún vakti þá hugsun hjá mér, að meiri þörf væri á að fórna einhverju í þágu umbótanna, sem örfa skapandi hugsun, en eyða því í nautnir eða gálaust tildur. Lengi voru það mestu ánægjustundir mínar, þegar ég kom inn frá vinnu á kvöldin, að ræða við konu mína og börn um á hvern hátt við gætum heppilegast framkvæmt það, sem heimili okkar mætti verða til farsældar og komandi kynslóð að gagni. En ef ég fann, að kjarkinn ætlaði að bresta, þá varð mér litið uppá vegg- inn, þar sem gamla klukkan stóð, klukkan, sem ég fórnaði einu sinni aleigu minni fyrir. Voru slögin hennar virkilega að telja æviárin mín og minna mig á, hvað mikið ég ætti ógert? Skrifað 1933, þá í anda unglingsins. S. Þ. Goðasteinn 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.