Goðasteinn - 01.09.1966, Page 17

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 17
á Ægisídu öllum brúarvcrkamönnum í rausnarlegt hóf, sem hann hélt þeim í stóra timburskálanum við brúna. Var þar setið langt fram á nótt við gnægð guðaveiga. Hófið var svo framúrskarandi skemmtilegt, að menn gleymdu vonbrigðum dagsins, sem stormur og rigning hafði valdið. - Ég og margir blessa minningu þeirra ágætu Ægisíðuhjóna, Jóns Guðmundssonar og Guðrúnar Pálsdóttur. Þar átti ég athvarf sem í góðurn foreldrahúsum væri. Eftir að allri vinnu var lokið, dvaldi ég vikutíma á heimili þeirra við að gera upp alla reikninga yfir vinnuna og senda Vegamálaskrifstofunni, sem síðar kvittaði fyrir þá með þökk fyrir „góð skil og góðan frágang.“ Heimferð mín var ráðin landveg í samfylgd með Suðurlands- póstum, sem þá voru Loftur Ólafsson og Hannes á Núpsstað. Ferð Lofts austur frá Odda var 22. scpt. Þann morgun var stormur og rigning. Ekki hindraði það för pósts, áætlun skyldi reynt að halda til Prestsbakka, sem var endastöð hans. Ferðin þangað mátti taka 4 daga. Frá Vík lá leiðin um Álftaver, Meðalland og Landbrot. Þrátt fyrir rigningar og vatnavexti, var komið á Prestsbakka í áætlun 25. sept. Þar skildu leiðir okkar Lofts í mikilli vinsemd. Ég gisti í Þykkvabæ hjá Helga Þórarinssyni og Höllu Einars- dóttur, konu hans, fram eftir næsta degi í góðu yfirlæti. Sú dvöl mín þar stafaði af samfylgd hennar með okkur Lofti af Rangár- völlum austur heim til hennar. Var hún síðan kær vinkona mín. Helgi bóndi kom mér í fylgd með Hannesi pósti. Var farið frá Prestsbakka 27. sept. í fylgd með okkur var Jón Sigurðsson bóndi í Svínafelli. Var ég þá kominn í fylgd með orðlögðum ferða- og vatnamönnum. Kom það sér vel yfir vatnsföllin á Skeiðarár- og Breiðamerkursandi, því rigningar og vatnavextir voru þess valdandi, að oftast varð að fara á tæpasta vaði. Mér er það sérstaklega minnisstætt, þegar komið var að ferlegum álum, stönzuðu þeir stundarkorn, báru ráð sín saman og sögðu svo, að þarna mundi fært, þar sem þeir tiltóku, því ríða mætti ofurlítið undan straumi, „dýpið verður þctta jafnvel upp að herðakambi". Ekki skeikaði útreikningi þeirra, að því er dýpið snerti, svo þumlungi munaði, en sú snilld, að sjá það á yfirborði vatnsins, var mér óskiljanleg. Með þessu móti gekk allt ferðalagið vel. Að Hólum í Hornafirði var Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.