Goðasteinn - 01.03.1972, Page 7

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 7
m Rauðaliékjarskálinn. Að upphafi rjómabú og hér hóf Kf. Rang- œinga slarf sitt 1930. Ljósm.: Guðm. Árnason. ári hverju. Á aðalfundinum 1944 var samþykkt samhljóða að greiða af tekjuafgangi eftirstöðvar af framlagi féiagsmanna tii Kaupfélagsins við uppgjörið mikla 1937. Var það mál þar með endanlega úr sögunni. Auk 10% hagnaðar í arð til félagsmanna og ailra sjóðatillaga var einnig ákveðið á þessum fundi að leggja kr. 60 þúsund í svo nefndan Brunasjóð, en forsaga hans var sú, að Kaupfélagið varð fyrir verulegu tjóni í eldsvoða hinn 19. marz 1944. 1 eldsvoða þessum brunnu vörugeymsluhúsin, hið nýja og einnig það gamla, sem á sínum tíma hafði verið flutt neðan frá Hallgeirsev, og með húsunum brann mikið vörumagn. Einnig brann frystihúsið ásamt vélum og þar á meðal ljósavél staðarins. Tryggingar á húsum og vörum voru í góðu lagi, en engu að síður var tjónið mikið og tilfinnanlegt. Til að bæta úr brýnustu vand- ræðum var þaki komið yfir frystihústóftina og það notað sem pakkhús, meðan verið var að reisa nýja vörugeymslu. Ljósavél var og fljótlega fengin handa Kaupfélaginu, en hún var lítil, svo að fyrst á eftir var ekki rafmagn aflögu fyrir aðra. Mátti á þess- um árum sjá vindknúðar rafstöðvar ýmist við eða á húsum á Hvolsvelli og reyndi fólk að notast við þær fremur en ekkert. En Goðasteinn 5

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.