Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 88

Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 88
sem fyrr segir. Hér sakna ég eins: gamla búmarksins, sem suður- bæjarbændur á Skála merktu með marga búshluti sína. Búmarkið nefndist kló. Það má m. a. sjá í Skógasafni á kaffikvörn úr búi Einars Sighvatssonar og Arnlaugar Sveinsdóttur á Yzta-Skála, afa og ömmu Gísla á Skála, en smíðaár kyrnunnar fellur saman við fyrstu búskaparár þeirra. Þess ber að geta í þessu sambandi, að móðir mín, Kristín Magnúsdóttir (f. 1887), sem ólzt upp hjá Jóni Einarssyni og Kristínu Björnsdóttur foreldrum Gísla á Skála, man ekki eftir búmerkinu þar á trogum eða byttum en því betur á byrðarnálum og högldum. Skyrkyrnan ber safnnúmer 170. Skyrkyrnan frá Skála er í alla staði ágætur fulltrúi þeirra áhalda, sem íslenzk skyrgerð bvggðist á. Skógasafn á fulla samstæðu þeirra, lyfjadallinn, skyrgrindina, togsíuna og ker og sái við hæfi. Súrnar- ker frá Jóni Ólafssyni í Mörtungu á Síðu, smíðað af langafa hans, Ásgrími Bjarnasvni í Ytri-Dalbæ, ber því vitni, að ekki fór öll skyrgerð landsins fram með sama hætti. í því keri var flóaða mjólkin sett saman dag frá degi óhleypt, utan í fyrsta skipti. Var þá jafnan hellt á disk eða annað ílát svo sem minnst hræring kæmi á hlaupið, er undir var. Tappagat er niður við botn til að nota, er tappað var af mysu eða sýru. Um þessa skyrgerð eru m. a. til orðin súrn og sjálfhleypa. Sumar konur höfðu þann hátt á að hleypa hverja flóningu, áður en hclit var í kerið. Skyldur þessari skyrgerð var ámatur í Norður-Múlasýslu o. v., þar sem steypt var saman í ker nýmjólk sauða. Greining skyrgerðar af þessum toga á heima á öðrum stað. Ekki er úr vegi að lokum að víkja að gömlu Skálakyrnunni í starfi: Veturinn var liðinn hjá, kýrnar græddar af jörðunni og frá- fátrur á næsta leiti. Mál var til komið að fara að þrifa til skyr- kyrnurnar og búa þær undir starfið eftir vetrarhvíldina. Hleypis- iðrið var tekið ofan af snaganum og lagt í lyfjadallinn, þar sem það var bleytt upp. Verst var að eiga ekkert skyr í þétta. Ekki var hægt að nota fornskyrið í skyrkerinu, e.t.v. var nágranna- konan búin að hleypa, og þá var hægt að senda til hennar eftir þétta, en ella var það ráð helzt fyrir hendi að hleypa mjólkurögn þéttalaust í aski eða öðru smáíláti og reyna að fá þétta út úr því. Flóningarpotturinn er tekinn fram. Vel varð að hreinsa hann 86 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.