Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 89

Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 89
undir verkið, því vont var að fá veiðimatarbragð eða annað ann- arlegt bragð af skyrinu, sem efnt var til. Undanrennan var flóuð upp undir suðu. Að því búnu var flóningunni hellt í skyrkyrnuna, sem knmin var á sinn stað í búrinu. Þar kólnaði hún smátt og smátt og beið þess að verða hleypt. Hitamælir var vísifingur kon- unnar, sem annaðist um málaverkin. Hæfilega köld var mjólkin, þegar hún tók rétt í fingur. Var þá tekinn bolli, í hann settur vænn spónn af nýju skyri í þétta og einn spónn af hleypi, sem að jafnaði var ný skyrmysa með uppleyst hleypisefni úr kálfsiðrinu. Seint var það til komið að nota saltvatn í hleypisdallinn í stað mysu. Þéttinn í bollanum var hrærður vel, síðan settur út í flón- inguna í kyrnunni og öllu hrært vel saman. Þetta var nefnt að hleypa, en verkið í heild nefnt að gera upp. Gamall siður var að signa yfir að loknu verki. Nú var hlemmur settur yfir skyrkyrnuna og látið bíða að vitja hennar, þar til mjólkin var vel hlaupin. Ef mjólkin var hlevpt of heit eða of köld, varð skyrið grófgert og kornótt, réttnefndur ómatur, graðhestaskyr öðru nafni. Að vetrarlagi var oft breitt klæði yfir skyrkyrnuna, meðan mjólkin var að hlaupa. Allt varð þó að gerast með varúð. Kristín Bjarnadóttir á Heiði á Síðu sagði við mig: „Upphleypa í skyri kom af því, að það kom kæfa í skyrið; kyrnan var byrgð of vandlega, þegar búið var að hleypa.“ Fleiri kannast við það, að talað hafi verið um upphleypu í skyri cða að skyr hafi hlaupið upp, er skyrgerð misheppnaðist. Nú er bezt að gera ráð fyrir því, að allt hafi gengið að óskum. Konan lyfti upp hlemmnum og risti með spónskafti eða hníf krossskurð í hlaupið. Sumsstaðar var það siður að rista þrjá krossskurði í hlaupið. Sagt var, að þetta væri gert til þess, að mysan safnaðist betur saman ofan á skyrið í kyrnunni. Skyr á þessu stigi skyrgerðar heitir ólekja, og venjulega var hún sett á síu, áður en skyr var borið til matar. Skyr, sem hleypt var að morgni dags, var að jafnaði sett á síu að morgni næsta dags. 1 manna minnum var það tekið upp úr kyrnunni með ausu cða undirskál. Áður fyrr áttu sumar konur sér búrhellu eða skyr- hellu, sem höfð var til þess að fergja skyr á síu. Varð skyrið þá steinsíað og vel fallið til að fara í skyrsafnið í sánum. Goðasteinn 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.