Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 7
Hún sá þar snigil liggja í húsi sínu, tók hann upp með húsinu
og handlék um stund, tók af sér fingurguil sitt og lagði hjá
sniglinum. En snigillinn, sem leizt vel á hinn fagra málm, skreið
á gullið. Þegar stúlkan ætlaði að taka aftur gull sitt, gat hún
ekki losað snigilinn við það, svo hún fleygði öllu í fljótið. Snig-
illinn óx á gullinu og varð að afar stórum ormi. I Árbókum
Espólíns getur þess, að eitt sinn þóttust menn sjá orm í Lagarfljóti.
Skatan var sagt, að lægi undan bænum Straumi eins og staka
ein segir: „Skatan liggur barða breið beint undan Straumi.“
Selurinn var sagt, að byggi undir hrikalegum fossi, sem var í
fijótinu austur af prestssetrinu Kirkjubæ.
Af hálendisbrúninni, sem ég gat um, evgði maður spölkorn frá
Lagarfljóti að vestanverðu bæinn Litla-Steinsvað. Þar bjó Hallur
Einarsson, Sigurðssonar, Hallssonar í Njarðvík, Einarssonar. Móð-
ir Halls hét Hólmfríður, hennar móðir Þórunn dóttir Árna Gísla-
sonar í Höfn í Borgarfirði. Bræður Þórunnar voru hinir alkunnu
Hafnarbræður, Jón og Hjörleifur hinn sterki.2) Hallur á Steins-
vaði var hár vexti og afar þrekinn, manna mestur og sterkastur
og vissu menn ógjörla afl hans. Hann bjó jafnan góðu búi og
heimili hans talið eitt hið myndarlegasta í Hróarstungu, orðlagt
fyrir hvað hjú voru þar vel haldin til matar viðurgjörnings.
Ferðamönnum var þar ávalit veittur góður beini og sýnd gestrisni.
Einar faðir Halls og Sigurður Einarsson afi hans höfðu búið
á Litla-Steinsvaði austan Lagarfljóts. Bróðir Sigurðar var Eiríkur
Hallsson á Stóra-Steinsvaði. Sonur Eiríks var Sigurður á Mýrum
í Skriðdal.
Hallur á Steinsvaði var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga
Sigfúsdóttir, Helgasonar prests í Húsavík, Benediktssonar. Þeirra
son, Halldór, dó á barnsaldri. Seinni kona Halls var Gróa Björns-
dóttir, Björnssonar á Bóndastöðum. Móðir Gróu: Anna dóttir
síra Jóns Guðmundssonar á Hjaltastað. Þeirra börn Björn og
Þórunn.
2) Vanalega í ritum, þegar minnzt er á Hafnarbræður báða í eirfu, er
Hjörleifur kallaður hin'n sterki, en þó var Jón sterkari en Hjörleifur, örari og
meiri skapmaður. .
Goðasteinn
5