Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 8

Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 8
Hallur hafði ferjubát á Lagarfljóti og flutti ferðamenn þar yfir, sem komu úr kaupstað og annarsstaðar að. Hesta, sem menn höfðu í förum sínum, ráku menn í fljótið á sund. Hringiðu- straumur var þar, svo hestana hrakti í ýmsa króka, áður en þeir náðu iandi. Komið hefir það fyrir, að menn hafa verið svo vogaðir að sundríða yfir fljótið á ferjustaðnum, en orðið hált á því, ekki komizt lífs úr því. I minni tíð á fslandi drukknaði þar Guðmundur Þórarinsson frá Víðivallagerði í Fljótsdal árið 1856. Nú, ef maður hélt norður með Lagarfljóti, kom hann að foss- inum þar skammt fyrir norðan. Hafði Kirkjubæjarprestur flutn- ingsferju. Þegar ferðamaður úr sveitunum fyrir austan Lagarfljót kom að því og ætlaði vestur yfir, kallaði hann: „Kom, kom!“ þar til hann sá ferjumanninn koma. Undan fossinum drukknaði skáldið síra Sigfús Árnason prófasts frá Kirkjubæ, Þorsteinssonar. Hann átti einn son eftir sig, Halldór að nafni, þá barn að aldri, er faðir hans lézt. Halldór var guð- fræðiskandidat og kominn að því að vígjast til prests, þá drukkn- aði hann í Lagarfljóti á sömu stöðvum sem faðir hans. Kona Halldórs var Þórunn Pálsdóttir sýslumanns á Hallfreðarstöðum, Guðmundssonar frá Krossavík. Þeirra son síra Stefán á Dverga- steini og Hofteigi. Það mun hafa verið árið 1854, að síra Magnús Bergsson flutti að Kirkjubæ frá Stöð í Stöðvarfirði og var prestur þar til árið 1864, að hann flutti að Eydölum í Breiðdal. Hann var merkur prestur, gerði góðar prédikanir og hafði á yngri árum sínum verið söngmaður en var á seinni árum orðinn veikróma. Ég var stundum við messu í Kirkjubæjarkirkju, og var það ánægjulcgt að hlusta á ræður prestsins, síra Magnúsar, og söng- inn, sem synir hans tóku þátt í. Það mátti segja um syni síra Magnúsar, að það var allt annað gæfa en gjörfuleiki. Fátækt mun hafa valdið því, að enginn þeirra gekk skólaveginn nema Eiríkur, sem nú er fyrir skömmu látinn í Cambridge á Englandi. Bergur Magnússon skrifaði mjög fagra rithönd, æfði sig í að skrifa prentletur. Hann þjáðist mörg ár af visnunarveiki, sem leiddi hann til bana. 6 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.