Goðasteinn - 01.03.1973, Page 9
Næstu bæir fyrir norðan Kirkjubæ voru Gunnhildargerði, Nef-
bjarnarstaðir, Geirastaðir, svo voru Galtastaðir ytri spölkorn vest-
ur af Nefbjarnarstöðum, og sögðu munnmæli, að Galti, Geiri
og Nefbjörn hefðu verið bræður og Gunnhildur móðir þeirra og
þessir bræður hefðu borizt á banaspjótum að móður sinni áhorf-
andi.
í Gunnhildargerði bjó, þegar ég var á barnsaldri, merkur og
vel metinn bóndi, Jón Vigfússon. Hann var talinn einna sterk-
astur maður í Hróarstungu, annar en Hallur á Steinsvaði, báðir
voru samtíða um tíma. Hallur var miklu yngri en Jón. Sagt var,
að Jón hefði stundum tekið tvær rúg-hálftunnur, sína með hvorri
hendi, og kastað upp á klyfberaklakka á hesti báðum í senn,
þegar hann var í kaupstaðarferðum. Þyngdin var 200 pund.
Jón var tvíkvæntur. Synir hans af fyrra hjónabandi voru Magnús
í Hallfreðsstaðahjáieigu og Vigfús á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá.
Dóttir Jóns var Rannveig kona Jóns Jónssonar snikkara á Hóli
í Hjaltastaðaþinghá, þeirra son Jón snikkari hinn yngri í Vestur-
Selkirk. Synir Jóns Vigfússonar og seinni konu hans Sigmundur,
Ásmundur og Þórarinn. Þeir tóku við búsforráðum með móður
sinni að föður sínum látnum, lítið komnir yfir fermingaraldur,
voru sterkir sem faðir þeirra og mestir glímumenn í Hróarstungu.
Ásmundur og Þórarinn önduðust ungir, en Sigmundur bjó í Gunn-
hildargerði.
Fyrir norðan Geirastaði tók við víðáttumikið flatlendi, sem
kallaðist Húsey. Þar stóð einn reisulegur bær, sem tók nafn af
eynni. Húsey mun að mörgu leyti hafa verið bezta jörð í Hróars-
tungu, landrýmindi voru mikil og gott beitiland, og tók Húseyjar-
bóndi oft til hagagöngu ýmsan kvikfénað austan úr Hjaltastaða-
þinghá.
Guðmundur hét maður og var Filippusson. Hann bjó lengi í
Húsey, bjó þar um 1820, hefir þá verið orðinn gamall. Ætt hans
kann ég ekki að rekja. Faðir hans, var mér sagt, hefði komið af
Vestfjörðum til Austurlands og dvalið þar um tíma og horfið
svo til baka aftur.
Guðmundur var talinn margvís og þótti hrekkjóttur, og af því
að á hans dögum voru margir hjátrúarfullir, var haldið, að hann
Goðasteinn
7