Goðasteinn - 01.03.1973, Page 13

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 13
Kona Jóns í Njarðvík var Sigþrúður dóttir Sigurðar Gíslasonar bónda í Njarðvík, Halldórssonar prests á Desjarmýri, Gíslasonar og Guðlaugar Þorkelsdóttur frá Gagnstöð, Björnssonar. SUÐUR MEÐ EYSTRIFJÖLLUM AÐ VESTAN DYRFJÖLLIN, URÐARDALURINN OG EIRlKSDALURINN I miðju fjalljökla beltinu milli Borgarfjarðar og Héraðsins standa tvö hrikaleg jökulfjöll. I ómuna tíð, enginn veit hvað lengi áður en hinir norrænu víkingar stigu fæti á ísland, hafa þessi tvö fjöll verið eitt fja.ll. En af einhverjum náttúruumbrotum hefir hlaupið afar mikil skriða úr fjallinu. Þegar svo er komið, verða dyr á því, hérumbil ofan að því miðju, og fjöllin verða tvö og kallast Dyrfjöll, eru svo samtengd að neðan og kallast Ytra- Dyrfjall og Fremra-Dyrfjall, hefðu átt að kallast syðra og norð- ara. Neðan úr byggð sýnist syðra fjallið líkast hesti í lögun, hor- mögrum, söðulbökuðum, háreistum með stór eyru. Jökulbrún fjallsins sýndist þunn eins og hnífsegg og eins sýndist í dyrunum. Aftur er norðara fjallið mjög stórkostlegt á að líta, sýnist ekki ólíkt stórum, spikfeitum hesti. Líkast var sem norðara fjallið væri að ögra því syðra og draga háð að því, sem vogaði að standa þvi andspænis án þess að veita því lotningu. Frá efri sveitunum í Fljótsdalshéraði sýnast Dyrfjöllin vera fyrir miðju hafi, Héraðsflóanum, og eru þá mjög tilkomumikil að sjá. Fyrir sunnan syðra Dvrfjallið cru upptök dals, sem kall- ast Eiríksdalur. Eftir honum liggur vegur milli Borgarfjarðar og Héraðsins. Á rennur eftir dalnum og kallast Eiríksdalsá, en niðri á láglendi, hvar hún fellur í Selfljót, kallast hún Jökulsá. Dalur- inn liggur frá suðaustri til norðvesturs. Dalurinn er grösugur og heyskapur í honum, þar sem undirlendi er mest. Ofarlega í daln- um er háls, sem kallast Lambamúli, og skiptist dalurinn þar í tvennt, og efst í þeim hluta dalsins, sem er norðan við hálsinn, liggja björgin, sem hrapað hafa úr fjalljöklinum, þegar dyrnar mynduðust, svo endinn á dalnum fyrir norðan Lambamúlann kallast Urðardalur. Björgin cru feikna stór, og get ég ekki munað, að nokkur steinn sé þar færanlegur. Opnur eru milli bjarganna og hafast melrakkar þar við inni í þeim opnum, vanalega á vorin, Goðasteinn 11

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.