Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 15
BJARGLANDSÁIN OG HRAUNDALURINN
Sunnanvert við hin eystri fjöll er dalur, sem kallast Hraundalur,
liggur frá suðaustri til norðvesturs. Á rennur eftir dalnum, sem
kallast Bjarglandsá. Þegar út úr dalnum kemur, beygist áin til
norðurs. Austan við hana er háfjall, sem kallast Stangarárfjall.
Tvær ár falla niður úr fjallinu í Bjarglandsá og kallast þær hin
ytri Stangará og sú innri. Fyrir ofan Stangarárfjall tekur við
jökulfjall, sem kallast Beinageitarfjall. Sagt er, að geitur nokkrar
hefðu eitt sinn beðið bana á hjalla fyrir neðan jökulinn og hefðu
svo bcin þeirra fundizt og var svo hjallinn kallaður Beinahjalli,
og dró svo jökulfjallið nafn af geitunum og beinum þeirra. Að
vestan við Bjarglandsá er nokkur partur af afréttarlandi Hjalta-
staðarþinghár bænda, sem kallast Hálsar, má með réttu kallast
hálendi hið efra, til aðgreiningar frá heima búfjár haga hálendi.
Þegar kemur norður þar í móts við, sem Stangarárfjall endar,
beygist Bjarglandsá til vesturs og svo til norðurs, unz hún fellur
í Selfljót. Brú var á ánni undan Sandbrekku, skammt fyrir sunnan,
þar sem láglendið byrjaði.
Að Hraundalnum liggja brattar hlíðar, fagrar og grösugar niðri
í dalnum. Frá mynni hans að norðvestan og langt suðaustur er
fagurt sléttlendi, sem kallast Hraundalsnes. Það er grösugt mjög,
og notuðu bændur það oft fyrir hagbeit handa yngstu hrossum
sínum á sumrum, sem þeir brúkuðu ekki, líka sendu bændur
stundum þangað nautbola sína.
Það cr hrífandi fegurð í Hraundal. Þegar maður stendur uppi
á fjallahlíðarbrúnum í heiðskíru veðri og horfir ofan á sléttlendið
í dalnum, sér maður þar kvikfénað á beit og Bjarglandsána
renna þar í gegn á fögrum eyrum og smálæki renna úr hlíðunum
ofan í hana.
Margir mundu hafa viljað búa í Hraundal hefðu önnur eins
náttúruafbrigði verið þar á veðrum eins og einn bóndi í Hjalta-
staðaþinghá sagði hefði verið á hvítasunnu 1. júní 1860. Þá var
glórulaust dimmveður niðri í byggð og snjókynngi mikil. Hann
sagði, að maður úr Hjaltastaðaþinghá, sem hann tilnefndi, hefði
verið á ferð úr Loðmundarfirði til Héraðs eftir Hraundal og þar
hefði verið sólskin og brunahiti, svo hann (ferðamaðurinn) hefði
Goðasteinn
13