Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 18
staðahreppi en Kirkjubæjarprestakalli. Það eru Ekra, Dratt-
halastaðir, Stórasteinsvað við Lagarfljót. Þar var fæddur og upp-
alinn síra Einar Jónsson lengi prestur í Kirkjubæ og prófastur í
Norður-Múiasýslu, nú á Hofi í Vopnafirði. Jón Jónsson snikkari,
sem nú býr í Selkirk, var fæddur þar, ólst þar upp samtíða síra
Einari.
í sumum landeignum í Hjaltastaðaþinghá sáust gamlar bæja-
rústir, sem sýndu, að einhvern tíma höfðu bæirnir verið fleiri en
nú eru þar, en munu hafa lagzt í eyði í drepsóttunum, sem gengu
yfir Island á 15. öld (1402 og 1495). Túnin sáust nú vaxin lyngi
og túngarðar, sem líklegast er, að Ásbjörn vegghamar, garðlags-
meistarinn mikli, sem Fljótsdæla saga getur um, hafi byggt.
1 landareign Hjaltastaðar, prestssetursins, sást gamalt eyðibýli,
sem kallaðist Grafargerði. Það var að sjá, að það gæti ekki
verið lcngra síðan það þar var búið en síðan í Stórubólu 1707.
Fjórar bæjarraðir eru í sveitinni, þrjár í suður og norður, sú
austasta við eystri fjöll, ein í miðri sveit, sú þriðja og vestasta á
milli fljóta, Lagarfljóts og Selfljóts. Sú fjórða er í austur og
vestur, á víðáttumiklu sléttlendi, sem kallast Eyjar, nær frá
Lagarfljóti að vestan austur undir Ósfjöll.
BÆIR í MIÐRI SVEIT
Hreimstaðir heita syðsti bær í miðri sveit, skammt frá upp-
tökum Selfljóts, ein með betri jörðum í sveitinni. Þar bjó, þegar
ég var á barnsaldri, Þorsteinn Gunnarsson. Gunnar sá bjó á Ási
í Kclduhverfi, var sonur Þorsteins prests á Eyjadalsá. Af Gunnari
er komin fjölmenn ætt, kölluð Gunnarsætt. Allt hefir það fólk
verið frítt sýnum og tígulegt á velli og svipfallegt, og flest af
því hefir verið gáfað. Þorsteinn Gunnarsson á Hreimstöðum var
höfðinglegur á að líta og höfðingi í lund en vínhneigður og
skemmdi sig á áfengisnautn sem fleiri. Kona hans hét Snjólaug,
var ein af dætrum Sigfúsar prests Guðmundssonar á Ási í
Fellum og Hjaltastað. Þau hjón áttu ekkert barn en tóku fóstur-
börn. Orðtæki Þorsteins var oft: „Það var nú það,“ og þegar
hann var glaður af víni, bætti hann við: ,,Ég þorði að sjá þig.“
Enda gleymir elcki Björn Ólafsson í Grýlukvæði sínu að láta
16
Godasteinn