Goðasteinn - 01.03.1973, Page 22

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 22
aður.“ Svarið var: „Eklci skaltu bölva mér.“ „Viltu ekki glíma?“ sagði sýslumaður. Svarið: „Ekki nema þú farir úr fötunum." „Þá glími ég ekki við þig“, sagði Víum. Ekki höfðu þeir meira af verunni að segja. En skömmu eftir þetta hætti draugagangur- inn. Lengi var á orði, hver þessi Hjaltastaðadraugur svokallaði hefði verið allt fram á mína daga, og voru ýmsar getgátur um það. Sumir héldu það hefði verið búktalari. I Árbókum Espólíns er sagt frá þessum viðburði og þar með, að drengur, sem átti heima á Svínafelli hefði horfið um tíma. En þegar draugagangurinn hætti á Hjaltastað hefði hann komið heim og veikst og beiðst prestsfundar og andazt svo, og héldu þá sumir, að hann hefði í leyni leikið þessi hrekkjabrögð, og mun það sennilegast, þó menn tryðu því ekki almennt, vildu hafa það svo, að það hefði verið eitthvað yfirnáttúrlegt. Slíkir kynjaviðburðir var sagt, að hefðu komið fyrir í Múla- sýslum, svo sem á Geitdal í Breiðdal og á Bárðarstöðum í Loð- mundarfirði. Og þar varð uppvíst, hver lék drauginn, sem kall- aður var Bárðarstaðadraugur, og var það að þakka eftirgrennslan bónda eins þar í sveitinni, sem var einbeittur og karlmenni. Hann komst að því, að ógangurinn í bænum var af völdum manns, sem faldi sig í fjárhúsi, en hann hætti hrekkjunum, þegar hann heyrði í felum sínum, að bóndinn hótaði honum pynting- um og dauða ef hann næði honum. Eftir síra Jón Oddsson voru prestar á Hjaltastað síra Grímólfur Bessason og síra Sigfús Guðmundsson. En skömmu eftir 1800 var síra Hjörleifur Þorsteinsson orðinn prestur þar. Þorsteinn faðir hans var prestur á Krossi í Landeyjum, en móðir síra Hjör- leifs var Herdís dóttir Hjörleifs prófasts Þórðarsonar á Valþjófs- stað. Hjörleifsætt sú var fjölmenn í Múlasýslum og tengdist svo við Krossavíkurætt, komna frá Guðmundi sýslumanni Péturssyni. Síra Hjörleifur var búmaður og kraftamaður, talinn með sterk- ari mönnum honum samtíða, næst Hafnarbræðrum. Hann var fyrst prestur á Desjarmýri. Um sumartíma á slætti einn dag var prestur einn heima, var lasinn og lá uppi í rúmi. Hann átti nautbola, sem var mannýgur. Prestur heyrir, að boli er kominn inn í bæjargöng og lætur ófriðlega. Hann fer ofan og ræðst á 20 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.