Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 24
var smali um tíma á Svínafelli, mun þá hafa verið á tvítugsaldri,
fæddur 1805. Hann leyndist á burt úr vistinni norður að Ketils-
stöðum í Jökulsárhlíð til móður sinnar og stjúpa.
Þá var sauðasmali á Hjaltastað hjá síra Hjörleifi Sæbjörn
Magnússon, þá unglingur, fæddur 1807. Hann bjó síðan á Hrafna-
björgum eins og áður er getið. Sæbjörn gætti sauða síra Hjörleifs
á vetrum langa leið frá bænum, uppundir afréttarhálendi. Hann
gætti þess ætíð að vera kominn í hvarf frá bænum með sauðina
á morgnana, áður en dagaði og fór ekki að reka heim á kveldin,
fyrr en komið var nær dagsetri. Var þá orðinn matlystugur, hafði
ekki smakkað neitt síðan um morguninn fyrir dag, og svo var
vistin knöpp á Hjaltastað. Prestur tók á móti sauðunum hjá
honum á kveldin hjá Feigshúsum, sem kölluð voru, og rak þá
vestur á Stekk, sem kaliað var, og hýsti, en sagði Sæbirni að
fara inn og vökva sig. Það meinti að fara inn og eta kveldmat
sinn, sem var harður fiskur og rúgbrauð, hið vanalega flatbrauð
og flot við. En sumir kölluðu að vökva sig, þó það væri ekki
þunnmeti, sem þeir neyttu.
Síra Hjörleifur léði síra Einar syni sínum Sæbjörn fyrir smala
að Svínafelli, og þar var hann verr haldinn til matar en á Hjalta-
stað. Einn dag, þegar Sæbjörn gætti sauða upp til fjalls, gat hann
náð saman við hjörð sína með miklum eltingaleik ám úr Hjalta-
staðafé og geymdi þær um daginn. Um kveldið, þegar hann var
búinn að hýsa, tók hann ærnar og ætlaði að reka þær yfir að
Hjaltastað, vissi hann mundi fá góðgjörð þar, sem tæki úr honum
sultinn. En þá kom síra Einar og tók af honum ærnar og fór
með þær sjálfur. Ónærgætni einsog þetta við hjú, sem sauðasmalar
þoldu einna lakast, átti sér stað sumsstaðar í sveitum. En menn
þorðu ekki að kvarta, því ekki var víða skjóls að leita.
Síra Hjörleifi varð það að bana, að hann stakk pennahníf í
lófann á sér, fékk af því verk, sem leiddi upp eftir handlegg og
setti sig að lyktum fyrir brjóstið og dró til dauða.
Þegar búinu var skipt, ákvað prestsekkjan, að vinnumennirnir,
sem voru fjórir, skyldu velja sér sinn sauðinn hver úr sauðahópn-
um. Það var af þeim þegið með þökkum. Sæbjörn var einn
vinnumanna.
22
Goðasteinn