Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 25

Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 25
Eftir frásögn Sæbjarnar hefi ég mestalla þessa punkta um þá feðga, síra Hjörleif og son hans síra Einar. Síra Einar þjónaði litla hríð Hjaltastað eftir dauða föður síns, og bjó þá á Ketilsstöðum. Eftir að hann fór, var Hjaltastaður veittur síra Jóni Guðmundssyni frá Skeggjastað á Ströndum. Guðmundur faðir hans var bróðir Benedikts Jónssonar Gröndals skáldsins og síra Þórarins í Múla, sem orti Tíðavísur, föður síra Benedikts í Eydölum. Síra Jón var fríður sýnum, vel meðalmaður á vöxt, þýður í viðmóti. Hann var skáld einsog frændur hans og orti ýmislegt, og sá ég í æsku sumt af því, sem skrifað hafði verið. Kona hans var Margrét, dóttir síra Stefáns Einarssonar á Sauðanesi og Önnu, dóttur Halldórs Vídalíns á Reynistað. Þegar síra Jón var ungur, áður en hann vígðist, kól hann á fæturnar, á ferð yfir Holtavörðuheiði. Það leiddi til þess, að það varð að taka af honum tærnar. Hann lá í sárum á Grenjaðarstað og orti þá ljóðabréf til unnustu sinnar. Þar í er þetta: Þó Grenjaðarstaður hylji hér hruman kropp í vetur, innri maður minn hjá þér mikið glaður unir sér. Þau síra Jón og Margrét voru aldrei rík. En tóku þó nokkur fátækra börn og ólu upp heiðarlega. Fósturson þeirra var Snorri Rafnsson, sem átti Kristínu Björnsdóttur frá Klúku, sem áður er getið. Hann var vel gefinn maður að andlegu og líkamlegu at- gjörfi; bcztur söngmaður í sveitinni. Annar fóstursonur þeirra var Sigurður Jóhannesson frá Hrollaugsstöðum, látinn í Kaupmanna- höfn fyrir fáum árum, mjög auðugur maður. Börn síra Jóns og Margrétar voru: Stefán, vígðist aðstoðar- prestur til föður síns að Hjaltastað 1844; Þórarinn, hann var mjög myndarlegur maður að sjá og hefir, að ég hygg, verið gáfumaður, cn var hneigður fyrir óreglu og tók ekki fasta lífsstefnu; Anna, seinni kona Björns á Bóndastöðum, Björnssonar Skúlasonar á Selstöðum í Seyðisfirði. Ein af dætrum þeirra er Margrét, kona Péturs Jónssonar frá Bót í Hróarstungu. Þau hjón hafa lengi búið við Milton í Norður Dakota, fluttust til Ameríku 1876. Goðasteinn 2.3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.