Goðasteinn - 01.03.1973, Side 26

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 26
Kona síra Stefáns var Guðríður, dóttir Magnúsar í Húsey, Jónssonar á Sandbrekku, Bergþórssonar. Þeirra börn voru: Jón og Halldór, Magnús og Stefán, dætur: Margrét, Ólöf og Herborg. Margrétu átti Björn í Dölum í Fáskrúðsfirði, þeirra son: Stefán Björnsson í Winnipeg, ritstjóri Lögbergs. Síra Stefán var hár maður og þrekinn, fríður og höfðinglegur sýnum; var vel hagorður, sem faðir hans; var söngmaður og var unaður að heyra hann tóna. Hann og faðir hans voru lausir við fégirni og ágengni; voru ei eins hneigðir fyrir búskap og sumir hinir prestarnir á Hjaltastað, en komust þó viðunanlega af. Síra Stefáni var veittur Garður í Kelduhverfi 1856, og flutti hann þangað það ár. En þá varð prestur á Hjaltastað síra Jakob Bcnediktsson, prestur á Eiðum, og voru þá Eiðar og Hjaltastaðir sameinaðir í eitt prestakall. Síra Jakob var fæddur 1822. Benedikt faðir hans var Jónasson, prófasts á Höskuldsstöðum, Benedikts- sonar Jakobssonar Benediktssonar; sá Jakob Benediktsson var kallaður „hinn danski“ í Árbókum Espólíns; hvort hann var danskur eða ekki, er mér óljóst. Dóttir hans hét Soffía, kona Eiríks Steindórssonar á Búðum; þeirra son Jakob á Búðum, faðir Jón sýslumanns í Vaðlaþingi, föður Jóns sýslumanns Espólíns hins fróða. Móðir síra Jakobs Benediktssonar var Ingibjörg, dóttir Bjarnar prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar Hólaráðsmanns, Árnasonar í Bólstaðarhlíð, Þorsteinssonar, Bjarnarsonar, Bene- diktssonar, Bjarnarsonar, Jónssonar biskups Arasonar. • Síra Jakob lærði fyrst til undirbúnings hjá frænda sínum, Halldóri prófasti í Glaumbæ, seinna á Hofi í Vopnafirði. Hann var í skóla veturinn 1849, þegar skólapiltar gjörðu upphlaupið á móti rektor Sveinbirni Egilssyni; lá þá með höfuðverk og tók ekki þátt í upphlaupinu, og eftir því, sem hann sagði seinna, hefir hann ekki viljað vera með í því. Hann tók prestsvígslu 1855 og var þá veitt Eiðaprestakall, og þar dvaldi hann eitt ár, og var til vistar hjá bóndanum Jónatan Péturssyni, sem þá átti Eiðastól. Síra Jakob var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, en þó þrek- lega byggður; var sterkur og snar í öllum hreyfingum, og var talinn með glímnustu skólapiltum á námsárum sínum. Stundum 24 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.