Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 29

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 29
þinghá, til hjónanna Péturs Þorlákssonar og Sigríðar Árnadóttur. Þar andaðist frú Margrét kona hans, en síra Jón lézt á Klepp- járnsstöðum í Hróarstungu, hjá Snorra Rafnssyni, fóstursyni sínum. Þegar síra Jakob hafði lokið barnaferming vorið 1857, fór hann suður á Rangárvöllu og kvæntist þar Sigríði, dóttur Jóns prófasts á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, Halldórssonar, Magnússonar Gíslasonar biskups á Hólum, Magnússonar. Móðir Sigríðar var Kristín, dóttir Vigfúsar sýslumanns Þórarinssonar, systir Bjarna amtmanns Thorarensens, skáldsins. Frú Sigríður var há kona á vöxt, alvarleg á svip, var heyrnarsljó og naut sín ekki fyrir það að öllu leyti. Þeim varð 5 barna auðið, af þeim eru á lífi: Jón, vörður fornminjasafnsins í Reykjavík, fæddur 1860, Kristín, kona Einars prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði, fædd 1859. Síra Jakob kenndi Einari undir skóla, og reyndist honum vel á námsárum hans. - Ingibjörg, önnur dóttir síra Jakobs, býr á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, ógift. Þegar síra Jakob flutti að Hjaltastað, var hann fátækur, hver bóndi í sveitinni iét hann hafa tvær ær. Eftir fá ár var hann orðinn fjárríkasti maður í sveitinni. Hann byggði beitarhús fyrir fénað sinn víða úti um landið, og voru þau á 5 stöðum þegar hann fór frá Hjaltastað. Það var vani hans, þegar sauðamenn hans komu heim á vetrarkveldum, að gefa sig á tal við þá og spyrja um fjárhöld. Hann byggði upp allan bæinn að nýju til, og sneri honum í suður. Það var haldið, að eftir því sem síra Jakob var búinn að búa um sig á Hjaltastað, að hann myndi ekki fara þaðan, þó varð það nú. Heilsubilun sem hann kenndi, höfuðveiki, sem lagði. hann stundum í rúmið, þó ekki lengi í senn, olli því, að hann sótti um prestsembætti suður á landi, nærri átthögum konu hans, svo hún, ef hans missti við, gæti verið nálægt skyldfólki sínu. Hann taldi það svo víst að hann fengi það umdæmi, að hann sagði lausum Hjaltastað um leið og hann byrjaði á umsókninni. En hann fékk ekki það umdæmi, sem hann sótti um, cn var veittur Miklibær í Blönduhlíð í Skagafirði. En þangað vildi hann ckki fara. Þá bjó síra Hjálmar Þorsteinsson á Kirkjubæ. Þeim kom ásamt, prestunum, að síra Hjálmar skyldi sækja um Hjalta- Goðasteinn 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.