Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 34
vatnið gat runnið upp úr mér. Svo var sent eftir manni, sem var
í kaupamennsku á næsta bæ, sem hafði þekking á meðulum, og
gaf hann mér eitthvað inn, og eftir tíma fór ég að tala. Það
næsta, sem ég man eftir, var að ég sá föður minn vera að aka
sorpi í brunninn og fylla hann upp. Með tímanum greri upp þúfa,
þar sem brunnurinn hafði verið, og eftir að ég fór að slá í
túni, áskildi ég mér á hverju sumri að slá þúfuna. Ég býst við,
að ég mundi þekkja hana ef ég kæmi heim að Kóreksstaðagerði.
Heyskapur er mikill í Kóreksstaðagerði. Þó voru í minni tíð
engjarnar að jöfnu hlutfalli ekki eins víðáttumiklar og engjarnar
á Kóreksstöðum. Það leit út fyrir, að einhvern tíma hefði ábú-
andi á Kóreksstöðum afskift Gerðisábúanda á engjunum. Hlíðar-
hólsengi nefndist engjaslétta ein í Gerðisengjum. Mönnum bar
saman um, að óvíða sæist eins fallegur engjablettur, og skemmti-
legt væri að renna þar sláttuvél í gegn. Hólar tveir standa
austan við engið, sem kallast Hlíðarhólar. Þeir voru lyngi vaxnir
í minni tíð, og var þar mikil bláberjatekja, sem ég og önnur
börn notuðum.
Klettar eru margir í Kóreksstaðagerðislandareign. Mestur
þeirra var Háklettur fyrir sunnan bæinn. Þegar komið var upp
á hann, sást víða norður á Héraðsflóa og suður og austur til
fjalla. Þar bvggði ég mér með systkinum mínum mörg steinhús,
og býst ég við, að nú séu þau hrunin, þó steinarnir séu kyrrir.
Þó er líklegt, að seinni tíða börn Gerðisbænda hafi endurreist
þau.
Á sumrum, þegar ég í æsku var vakinn á morgna, um það
klukkan sex, til að smala, gekk ég fyrst upp á Háklettinn, setti
hönd fyrir augu og litaðist um, hvort ég sæi nokkuð af ánum.
Stundum bar við, að þær lágu allar skammt fyrir sunnan klett-
inn í laut, sem kallaðist Kvíabotn. Þá glaðnaði yfir mér en þvert
á móti, þegar ég sá enga á, einsog oft var. Því varð ég vanalega
að ganga upp í fjalllendið, og gekk þá oft illa smalamennskan,
ærnar voru víðsvegar um landið. Ég lét fjárhundinn reka þær
heim jafnóðum og ég fann þær. Mér þótti illt að hætta og koma
heim, fyrr en ég hafði fundið allar ærnar, en það vildi nú
stundum bregðast að mér tækist það.
32
Goðasteinn