Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 34

Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 34
vatnið gat runnið upp úr mér. Svo var sent eftir manni, sem var í kaupamennsku á næsta bæ, sem hafði þekking á meðulum, og gaf hann mér eitthvað inn, og eftir tíma fór ég að tala. Það næsta, sem ég man eftir, var að ég sá föður minn vera að aka sorpi í brunninn og fylla hann upp. Með tímanum greri upp þúfa, þar sem brunnurinn hafði verið, og eftir að ég fór að slá í túni, áskildi ég mér á hverju sumri að slá þúfuna. Ég býst við, að ég mundi þekkja hana ef ég kæmi heim að Kóreksstaðagerði. Heyskapur er mikill í Kóreksstaðagerði. Þó voru í minni tíð engjarnar að jöfnu hlutfalli ekki eins víðáttumiklar og engjarnar á Kóreksstöðum. Það leit út fyrir, að einhvern tíma hefði ábú- andi á Kóreksstöðum afskift Gerðisábúanda á engjunum. Hlíðar- hólsengi nefndist engjaslétta ein í Gerðisengjum. Mönnum bar saman um, að óvíða sæist eins fallegur engjablettur, og skemmti- legt væri að renna þar sláttuvél í gegn. Hólar tveir standa austan við engið, sem kallast Hlíðarhólar. Þeir voru lyngi vaxnir í minni tíð, og var þar mikil bláberjatekja, sem ég og önnur börn notuðum. Klettar eru margir í Kóreksstaðagerðislandareign. Mestur þeirra var Háklettur fyrir sunnan bæinn. Þegar komið var upp á hann, sást víða norður á Héraðsflóa og suður og austur til fjalla. Þar bvggði ég mér með systkinum mínum mörg steinhús, og býst ég við, að nú séu þau hrunin, þó steinarnir séu kyrrir. Þó er líklegt, að seinni tíða börn Gerðisbænda hafi endurreist þau. Á sumrum, þegar ég í æsku var vakinn á morgna, um það klukkan sex, til að smala, gekk ég fyrst upp á Háklettinn, setti hönd fyrir augu og litaðist um, hvort ég sæi nokkuð af ánum. Stundum bar við, að þær lágu allar skammt fyrir sunnan klett- inn í laut, sem kallaðist Kvíabotn. Þá glaðnaði yfir mér en þvert á móti, þegar ég sá enga á, einsog oft var. Því varð ég vanalega að ganga upp í fjalllendið, og gekk þá oft illa smalamennskan, ærnar voru víðsvegar um landið. Ég lét fjárhundinn reka þær heim jafnóðum og ég fann þær. Mér þótti illt að hætta og koma heim, fyrr en ég hafði fundið allar ærnar, en það vildi nú stundum bregðast að mér tækist það. 32 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.