Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 35
Auk Háklettsins eru margir fallegir klettar í Kóreksstaðagerði,
og lékum við börnin okkur oft í kringum þá og kölluðum þá
ýmsum bæjarnöfnum. Okkur langaði eftir að sjá huldufólkið ef
það kynni að búa í klettunum, en það gaf sig aldrei í augsýn.
BÚNAÐARHÆTTIR í HJALTASTAÐAÞINGHÁ
Vorvinna
Túnarcekt
Aðferð við túnarækt var hin sama og höfð var í nálægum
sveitum. Áburðurinn, sem ekið var á túnin á vetrum, var barinn
í smátt á vorin og svo rakaður yfir túnin. Allt það grófasta úr
áburðinum var aðskilið frá því fínasta, og settu sumir það í
dýpstu lautir og fylltu upp á milli þúfna. Oft vildi nú þrjóta
áburð á túnin, því honum var ekki haldið til noktunar einsog
mátt hefði, þar sem hann var að fá, svo sem einsog á mjalta-
stöðvum á sumrin (ásauðartað) og úr fjárhúsum á vetrum og
mylsnu undan fénaði á yfirborði taðsins. Einstaka menn tóku
nýja kúamykju og þynntu út með vatni og þvoðu út um bletti
á túnum, og reyndist það vel, ef góð var gróðrartíð, þar óx þá
upp blátaða. En ef miklir vorkuldar voru, vildi brenna undan
áburðinum, enda var hann ekki notaður nema þegar hinn vana-
lega áburð skorti. Að túnvinnu unnu konur sem karlar. Lítið
var um túnasléttun, þó ofurlítil undantekning, og víst hefðu
menn getað unnið meir að þeirri búbót, hefði þeim hugsazt það.
Þegar tún fóru að grænka, voru unglingar látnir vaka yfir
þeim til að gæta þess, að kvikfénaður gengi ekki um þau og
skemmdi gróðurinn. Ekki voru túngarðarnir, en sumsstaðar sást,
að til forna höfðu verið túngarðar, sem voru þó orðnir vall-
grónir, hafa líklegast verið hlaðnir af Ásbirni vegghamar, sem
getur í Fljótsdælu.
JJm birðing sauðataðs
Áður en túnvinnu var lokið, var sauðfjártað, sem notað var
fyrir eldsneyti, stungið út úr fjárhúsum. Maður byrjaði framvið
dyr, stakk með járnrekuspaða upp ferstrenda hnausa, og börn
og unglingar báru stykkin til dyra. Þar voru þau látin á hand-
Goðasteinn
33