Goðasteinn - 01.03.1973, Side 36

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 36
börur, sem tveir menn báru á milii sín út á völl. Þar tóku konur við og klufu hnausana í þunnar skánir og breiddu svo til þerris á völlinn, og svo eftir tíma, voru skánirnar reistar upp, tvær og tvær til samans lagðar á efri brúninni og svo op á milli að neðan. Og svo, þegar taðið var orðið gegnþurrt, var það borið saman í pokum og gjörðir rambyggðir taðhlaðar og þeir svo þaktir torfi og svo á haustin voru taðleifarnar eftir sumarið bornar inn í eldhús og hlaðið þar upp á ný. Konur fengu sinn skerf af taðburðinum, þeim var ekki hlíft við árevnslu eftir því sem kraftar þeirra leyfðu. Hrísviðartekja Á móum, scm kallaðir voru, eða þar sem láglendið var öldu- myndað, óx hrísviður, sem rifinn var upp að vori og borinn heim fyrir eldsneyti. Fólk var nálega undantekningarlaust kapp- samt og ósérhlífið við öll áreynsluverk, og það lagði eins þunga hrísbagga á bakið sem það gat gengið undir. Upp til fjalllendis í sveitinni óx hinn stórgjörfari hrísskógur, sem brúkaður var til kolagjörðar og eldsnevtis. Sá viður varð ekki borinn á bakinu, svo menn óku honum á sjálfum sér heim á vetrum. Framhald. 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.