Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 36
börur, sem tveir menn báru á milii sín út á völl. Þar tóku konur
við og klufu hnausana í þunnar skánir og breiddu svo til þerris
á völlinn, og svo eftir tíma, voru skánirnar reistar upp, tvær og
tvær til samans lagðar á efri brúninni og svo op á milli að
neðan. Og svo, þegar taðið var orðið gegnþurrt, var það borið
saman í pokum og gjörðir rambyggðir taðhlaðar og þeir svo
þaktir torfi og svo á haustin voru taðleifarnar eftir sumarið
bornar inn í eldhús og hlaðið þar upp á ný. Konur fengu sinn
skerf af taðburðinum, þeim var ekki hlíft við árevnslu eftir því
sem kraftar þeirra leyfðu.
Hrísviðartekja
Á móum, scm kallaðir voru, eða þar sem láglendið var öldu-
myndað, óx hrísviður, sem rifinn var upp að vori og borinn
heim fyrir eldsneyti. Fólk var nálega undantekningarlaust kapp-
samt og ósérhlífið við öll áreynsluverk, og það lagði eins þunga
hrísbagga á bakið sem það gat gengið undir. Upp til fjalllendis
í sveitinni óx hinn stórgjörfari hrísskógur, sem brúkaður var til
kolagjörðar og eldsnevtis. Sá viður varð ekki borinn á bakinu,
svo menn óku honum á sjálfum sér heim á vetrum.
Framhald.
34
Goðasteinn