Goðasteinn - 01.03.1973, Page 38
ur, og Friðrik biskup, saxneskur, komu út hingað 981. Dvöldust
þeir hér um skeið og ráku trúboð af miklum dugnaði. Varð þeim
nokkuð ágengt og skírðu allmarga menn, einkum í Norðlendinga-
fjórðungi. Kristni saga getur þess að Þarvarður Spak-Böðvarsson
lét gera kirkju á bæ sínum, Ási í Hjaltadal, sextán vetrum áður
kristni var í lög tekin á íslandi. En hinsvegar mættu þeir harðri
andstöðu, enda fóru þeir um lítt spaklega. Þorvarður, sem virðist
hafa verið ofsamenni, lenti í vígamálum, og voru þeir báðir
dæmdir sekir fjörbaugsmenn sumarið 985 og hurfu af landi burt
sumarið eftir við lítinn orðstír.
En Ásatrúin, sem virðist mjög úr sér gengin, er langt er liðið
á 10. öldina, mátti ekki við miklu, og þessir fyrstu trúboðar
skildu eftir sig spor, sem ekki máðust. Ekki varð framhald á
trúboðinu að sinni og lá það niðri um áratug. En með valda-
töku Ólafs konungs Tryggvasonar í Noregi, varð brátt á þessu
mikil breyting. Sama sumar og hann kom til valda, sendi hann
íslenzkan mann, Stefni Þorgilsson, til íslands „at boða þar guðs
erindi“ (Kr.s.). Var honum illa tekið. Heiðnir menn skildu að
trú þeirra var í nokkurri hættu. Taka þeir þá höndum saman til
varnar henni og gera athyglisverða tilraun til að berja niður hinn
nýja sið.
Sumarið eftir var á alþingi í lög tekið „at frændr inna kristnu
manna skyldu sækja þá um goðlöstun, nánari en þriðja bræðra
ok firnari en næsta bræðra“ (Kr.s.), en heiðnir menn kölluðu
kristnina frændaskömm. Stefnir var sóttur um kristni þar á þing-
inu og fór utan sama sumar, þ.e. 996.
För Stefnis virðist ekki hafa orðið árangursrík, enda gátu
aðfarir hans, að brjóta hof og hörga, tæpast vakið samúð lands-
manna. Hin mikla trúboðshetja, Ólafur konungur Tryggvason,
gafst ekki upp. Sama sumar og Stefnir kom til hans af Islandi,
sendi hann út hirðprest sinn Þangbrand, son Villibaldus greifa
í Bremen. Þangbrandur dvaldist hér í þrjú ár og varð vel ágengt.
Rak hann erindi sitt skörulega, en þó spaklegar til að byrja með
en Stefnir. Mikill stuðningur varð honum að því, að nokkrir
hinna beztu höfðingja í landinu létu skírast og gerðust vinir hans,
s.s. Síðu-Hallur, Gissur hvíti, Hjalti Skeggjason o. fl. En Þang-
36
Goðasteinn