Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 38

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 38
ur, og Friðrik biskup, saxneskur, komu út hingað 981. Dvöldust þeir hér um skeið og ráku trúboð af miklum dugnaði. Varð þeim nokkuð ágengt og skírðu allmarga menn, einkum í Norðlendinga- fjórðungi. Kristni saga getur þess að Þarvarður Spak-Böðvarsson lét gera kirkju á bæ sínum, Ási í Hjaltadal, sextán vetrum áður kristni var í lög tekin á íslandi. En hinsvegar mættu þeir harðri andstöðu, enda fóru þeir um lítt spaklega. Þorvarður, sem virðist hafa verið ofsamenni, lenti í vígamálum, og voru þeir báðir dæmdir sekir fjörbaugsmenn sumarið 985 og hurfu af landi burt sumarið eftir við lítinn orðstír. En Ásatrúin, sem virðist mjög úr sér gengin, er langt er liðið á 10. öldina, mátti ekki við miklu, og þessir fyrstu trúboðar skildu eftir sig spor, sem ekki máðust. Ekki varð framhald á trúboðinu að sinni og lá það niðri um áratug. En með valda- töku Ólafs konungs Tryggvasonar í Noregi, varð brátt á þessu mikil breyting. Sama sumar og hann kom til valda, sendi hann íslenzkan mann, Stefni Þorgilsson, til íslands „at boða þar guðs erindi“ (Kr.s.). Var honum illa tekið. Heiðnir menn skildu að trú þeirra var í nokkurri hættu. Taka þeir þá höndum saman til varnar henni og gera athyglisverða tilraun til að berja niður hinn nýja sið. Sumarið eftir var á alþingi í lög tekið „at frændr inna kristnu manna skyldu sækja þá um goðlöstun, nánari en þriðja bræðra ok firnari en næsta bræðra“ (Kr.s.), en heiðnir menn kölluðu kristnina frændaskömm. Stefnir var sóttur um kristni þar á þing- inu og fór utan sama sumar, þ.e. 996. För Stefnis virðist ekki hafa orðið árangursrík, enda gátu aðfarir hans, að brjóta hof og hörga, tæpast vakið samúð lands- manna. Hin mikla trúboðshetja, Ólafur konungur Tryggvason, gafst ekki upp. Sama sumar og Stefnir kom til hans af Islandi, sendi hann út hirðprest sinn Þangbrand, son Villibaldus greifa í Bremen. Þangbrandur dvaldist hér í þrjú ár og varð vel ágengt. Rak hann erindi sitt skörulega, en þó spaklegar til að byrja með en Stefnir. Mikill stuðningur varð honum að því, að nokkrir hinna beztu höfðingja í landinu létu skírast og gerðust vinir hans, s.s. Síðu-Hallur, Gissur hvíti, Hjalti Skeggjason o. fl. En Þang- 36 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.