Goðasteinn - 01.03.1973, Side 41

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 41
Völuspá. Hin gömlu goð missa helgi sína smám saman og verða gædd eiginleikum breyskra, brotlegra og stundum hlægilegra manna, t. d. í Lokasennu. Þá má gera ráð fyrir, að höfðingjar á alþingi árið 1000,, hafi óttast Ólaf konung og talið líklegt, að hann myndi grípa til hern- aðaraðgerða, ef boðum hans um kristna trú yrði ekki tekið hér á landi. En hann var sá afkastamaður jafnt trúarlega sem hern- aðarlega og stjórnmálalega, er til ails var vís. Ekki er ósennilegt, að þeir höfðingjar, sem beittust fyrir því að kristni yrði tekin hér á landi, hafi séð fram á þann möguleika, að völd þeirra og sjálfstæði væru í veði, og hafi heldur viljað samþykkja kristnina og halda völdum og frelsi en eiga á hættu völd sín og ef til vill líf, en kristni kæmist á engu að síður. Auk þess áttu nokkrir hinna göfugustu höfðingja landsins sonu sína í gíslingu hjá kon- ungi. Fleira mætti tína til með tilliti til Noregs. Menn hafa séð, að erfitt yrði um verzlun alla og viðskipti við það land, ef heiðni héldist við hér á landi eftir að Norðmenn voru kristnir orðnir. Töldu þá og margir Islendinga til frændsemi við menn í Noregi og var því mikils virði, að góður friður héldist með þessum þjóðum. Þá hafa hinir vitrustu menn bæði heiðnir og kristnir séð, að vart myndi friðsamlegt í landi hér, ef kristnin yrði ekki tekin. Hinir kristnu menn voru gripnir eldmóði af hinum nýju kenn- ingum og trúin var þeim miklu meira hjartans mál en hinum heiðnu mönnum. Var því mikils virði, að ein trú yrði í landinu, því að annars mátti búast við, að til hins versta ófriðar drægi með mönnum, eins og Þorgeiri varð svo tíðrætt um í ræðu sinni. Þess vegna var þarna stýrt milli skers og báru, kristin trú lög- tekin, en mönnum hins vegar leyft að halda þeim heiðnu siðum, að bera út börn og borða hrossakjöt, bæði atriðin hafa vafalaust verið, hagfræðilega séð, mikilsverð fyrir landsmenn, einkum í hörðum árum, er svarf að fólki. Þá var mönnum leyft að blóta á laun, og einnig það var mikilsvert atriði fyrir þann hluta hinnar heiðnu kynslóðar, er hélt fast í trúna og var hún einhvers virði. Er svo hafði verið um hnútana búið, var ófriðarhættunni bægt frá bæði inn á við og út á við. Goðasteinn 39

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.