Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 46

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 46
suður í Frakklandi. Þar hafði hann orðið fyrir miklum áhrifum af heit- og hreintrúarstefnu Clunymanna, sem kemur fram í öllu hans lífi og starfi. Skóli sá, er hann rak á Hólum var hinn merk- asti og fékk hann til hans lærða menn, suma útlenda, s.s. Ríkini frá Frakklandi. Hann barðist fyrir stofnun fyrsta klaustursins á íslandi að Þingeyrum. Ekki varð úr stofnun þess í hans tíð og andaðist hann 1121, en klaustrið er fyrst stofnað af eftirmanni hans, Katli Þorsteinssyni árið 1133. Hungurvaka segir, að er Gissur biskup var hálfáttræður tæki hann þyngd svo mikla að hann risi ekki úr rekkju. Sendi hann þá orð til alþingis, vinum sínum og höfðingjum árið 1117, og bað þá kjósa Þorlák prest Runólfsson til utanfarar, þ. e. til biskups- vi'gslu. Varð það úr og vígði Össur erkibiskup Þorlák í Lundi vorið 1118. Það gerðist 30 dögum áður en Gissur biskup and- aðist það sama vor 28. maí. Á síðasta æviári Gissurar biskups gerast þau merkistíðindi í sögu landsins, að lögin voru færð í letur að Hafliða Mássonar veturinn 1117-1118 að umráði Bergþórs Hafliðasonar lögsögu- manns. íslendingar áttu þá engan kristin rétt og var ekki að undra að hann fylgdi skömmu eftir ritun laganna. Hungurvaka segir, að Þorlákur biskup ræki skóla eða „tæki marga menn til lær- ingar“ og efldi kristni á margan hátt. Þá segir, að Þorlákur ryddi til þess á sínum dögum, að þá væri settur og ritaður kristinna laga þáttur, eftir hinna vitrustu manna forsjá og að umráðum Össurar erkibiskups, og væri þeir báðir viðstaddir til forráða Þorlákur biskup og Ketill biskup, og margt var það annað, sem þeir „settu og sömdu á sínum dögum til siðbótar landsmönnum“. Má vafalaust rekja bæði uppruna kristins réttar og þess, sem þeir biskuparnir settu til siðbótar landsmönnum, til Össurar erki- biskups. Hin almenna páfakirkja á léttara með að koma fram boðum sínum og kenningum á Norðurlöndum eftir stofnun erki- stólsins í Lundi, þótt áhrifa hennar fari ekki verulega að gæta á íslandi fyrr en stofnaður hafði verið erkistóllinn í Niðarósi 1152. Þorlákur biskup Runólfsson andaðist árið 1133, sama ár og Sæmundur fróði í Odda, en það ár fæddist að Hlíðarenda í Fljótshlíð Þorlákur Þórhallsson, er síðar varð biskup. Eftirmaður 44 Goðasteimi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.