Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 47

Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 47
Þorláks biskups í Skálholti var Magnús Einarsson. Hann komst fyrst utan sumarið 1134, en það sumar börðust þeir á Fyrileif Magnús konungur Sigurðsson og Haraldur Gilli og hafði Haraldur flúið til Danmerkur. Magnús biskupsefni fór til hans þangað og gaf honum gjafir og tókst með þeim vinátta. Það haust vígði Ossur erkibiskup hann til biskups í Skálholti, en hann kom út vorið eftir, 1135. Ekki virðist Magnús biskup hafa unnið mjög að siðbótarkröfum kirkjunnar, en hann var vinsæll og friðsamur og stillti mjög til friðar í landinu á milli manna. Einnig efldi hann mjög staðinn í Skálholti, reisti nýja kirkju og keypti undir staðinn jarðir nokkrar, þ.á.m. nær allar Vestmannaeyjar. Er Magnús biskup vígði kirkju sína í Skálholti 1145, var þar staddur Ketill Þorsteinsson biskup á Hólum og andaðist hann þar. Kosinn var þá til Hóla Björn Gilsson (1147-1162) og vígði hann Áskell erkibiskup (1137-1177) í Lundi. Magnús biskup fórst í brunanum mikla í Hítardal 1148, er inni brunnu þar yfir 70 manns. Til biskups eftir hann var kosinn Hallur Teitsson, og fór hann utan, en andaðist í Utrecht 1150 í vígsluför. Var þá kosinn eftir hann Klængur Þorsteinsson 1151, með ráði Björns biskups Gilssonar. Áskell erkibiskup vígði Klæng biskup í Lundi 6. apríl 1152. Var það einmitt á sama sumri, sem Brekespear kardináli kom til Noregs í þeim erindum að stofna þar nýjan erkistól. Kiængur biskup hélt síðan út til íslands, en óhikað má ætla, að ef hann hefði vitað eitthvað um hina fyrirhuguðu sendi- för, hefði hann beðið hinna mikilsverðu tíðinda í Noregi, sjá A. O. Johnsen: N. B., Legasjon til Nordcn. Heimildir gefa hvergi í skyn, að íslendingar hafi nokkuð verið til ráða kvaddir eða yfir höfuð vitað um, er Curian tók þá ákvörðun að stofna erkistól í Niðarósi, þótt íslenzka kirkjan félli sem af sjálfu sér undir stól þann hinn nýja. Klængur biskup gerðist á stóli skörungur mikill og var hann hinn mesti lærdómsmaður, enda lærður í skóla Jóns biskups á Hólum. Hann rak skóla og lærði prestlinga. Rausnarmaður var hann og barst mjög á, og getur Hungurvaka ekki orða bundizt um eyðslusemi hans og þakkar meira guði en forsjá manna, að ekki gekk allt staðarfé til þurrðar. Kirkju lét hann reisa nýja í Goðasteinn 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.