Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 49

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 49
sár og lost og bardaga. Erkibiskup stefnir því næst utan öllum þeim, er í banni séu fyrir þær sakir, sem hann hefur tilgreint og fyrirbýður mönnum að hafa samvistir við þá. „En ef menn vilja þrá sitt við leggja og vili heldur í banni vera en lausn taka, þá ero bæde þeir, er fyrst hafa tilverkast og so hiner er netiast sidan j bande med þeim af samuist þeirra. Þa ero allir j einv banne vpp fra Olafs messo degi þeim at næstur er epter þat missere er þessar bodord hava flutt verit vrn landit jnan ef eigi vilia menn vikjast til hialproda þessara“. í upphafi bréfs síns drepur Eysteinn á ófrið þann, er verið hafi með Islendingum og Norðmönnum um hríð, og í niðurlagi bréfsins segir hann: „so og þat sem þér hafit af giortt vit konunginn og vit landzlyd hans. þa leidréttist þat vit hann. þott marger verde vit botina skipazt. þar sem faer hafa misgoirt". Eftir allar þessar vandlætingar kemur svo erkibiskup loks að því efni bréfs síns, sem er svar hans til Klængs biskups við málaleitan hans um að kjósa sér eftirmann og sem Hungur- vaka fcgrar svo mjög: „biskups kosningi og ef þier vilit aa heilu rade standa. þa frestit eigi. latid hann utan koma at sumri at uisu. þvi bade þrotar Klæng biskup mod og matt og skulut þier ecki lengur þar ætla tii þionusturgiordar“. Bréf þetta er hið athyglisverðasta og sýnir ljóslega þá nálægð sem íslendingar eru komnir í við hið alþjóðlega kirkjuvald og hvílíkan skörung kirkjan hefur sem yfirmann á erkistólnum. Einnig sýnir bréfið, að íslendingar hafi ekki notið mikils álits erkibiskups í siðferðismálum og verið mjög brotlegir við kirkjuna. Ófriður sá, sem erkibiskup drepur á, og sem lítið er annars um vitað, er og athyglisverður með því að hann vill að íslendingar bæti við konunginn, það sem þeir hafi af sér brotið. Að fengnu leyfi erkibiskups hélt svo Klængur biskup til alþingis næsta sum- ar og leitaði við höfðingja á kosningu eftirmanns síns. Voru þrjú biskupsefni tilnefnd til kosningar, þeir ábótarnir: Þorlákur Þór- hallsson í Þykkvabæ í Veri og Ögmundur Kálfsson í Flatey og Páll prestur Sölvason í Reykholti. Klængur biskup, sem vafalaust hefir notið mikilla vinsælda sakir rausnar sinnar og skörungs- skapar, tók að sér, eftir beiðni manna að ákveða eftirmann sinn og valdi hann Þorlák ábóta Þórhallsson. Ekki er óhugandi, þótt Goðasteinn 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.