Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 50

Goðasteinn - 01.03.1973, Blaðsíða 50
hvergi sé þess getið að fóstbróðir Þorláks, Jón Loftsson í Odda, mesti höfðingi landsins, hafi einhverju ráðið um þá útnefningu. I áðurnefndu bréfi erkibiskups er þess hvergi getið, að þótt Klængur kysi sér eftirmann, þá „skyldi hann halda upp tíðagjörð ok kenningu, meðan hann væri til færr, þótt hann væri eigi færr til yfirferðar", svo sem segir í Hungurvöku. Lausnin á þeirri gátu gæti verið sú, að erkibiskup hafi skrifað Klængi annað bréf og þá persónulegt, jafnframt áðurnefndu bréfi, þótt hins vegar sé það ósennilegt sakir ummæla hans í hinu opinbera bréfi: „þvi bæde þrotar Klæng biskup mod og matt og skulut þier ecki lengur þar ætla til þionustugiordar“. Þessar heimildir stangast allmjög á, en vitað er, að Klængur starfaði áfram og því kann að vera að höfundur Hungurvöku hafi talið sér skylt að færa fram skýringu á því, en hafi ekki verið kunnugt bréf erkibiskups efnislega. Þorláks saga segir, að Þorlákur, eftir að hann var til biskups kjörinn, bæði Klæng að hafa forræði staðarins þau misseri og hvarf hann aftur heim til klausturs síns að Þykkvabæ. En sakir vanheilsu og aldurs var Klængur lítt færr um að gegna störfum, og var auk þess búsýsla staðarins öll í hinum mesta lamasessi. Var þá Þorlákur biskupsefni tilfenginn að taka við biskupsstörf- um og stjórn staðarins á útmánuðum 1175. Klængur biskup andaðist 28. febrúar 1176. Ekki varð af utanför biskupsefnis að sinni og gegndi hann störfum í Skálholti óvígður. Ástæðan fyrir því, að Þorlákur fór ekki strax til vígslu, segir Þorláks saga, var ófriður sá, er þá var á milli iandanna og sem síðar mun verða drepið á nánar. En loks varð þó af utanförinni og vígði Eysteinn erkibiskup hann til biskups í Skálholti 2. júlí 1178 og kom hann út til íslands sumsumars. Með Þorláki biskupi hefst nýr þáttur í sögu íslenzku kirkjunnar og þjóðarinnar yfirleitt. Þorlákur er sjálfur nýr maður á biskupsstóli, ólíkur fyrirrennurum sínum. Þeir höfðu verið höfð- ingar, sem létu sér yfirleitt vel líka skipulag höfðingjavaldsins íslenzka. - Þeir höfðu gert sitt til að efla kirkjuna, en í samráði og samvinnu við aðra höfðingja landsins og þannig hafði risið og dafnað á íslandi kirkja, sem var nátengd stjórnarskipulaginu - þjóðleg höfðingjakirkja eða goðakirkja. 48 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.