Goðasteinn - 01.03.1973, Qupperneq 52
Guðrún Jakobsdóttir á Víkingavatni:
Æskuminning
„Margt er það og margt er það,
sem minningarnar vekur,
en þær eru það eina,
sem enginn frá mér tekur.“
Þannig tók skáld eitt sinn til orða. Ég er ein þeirra, sem ganga
til fundar við liðna tíð, þá er hljóðar stundir gefast. Mér kom
því til hugar að skrá þessa minningu fyrir börnin mín og þá
aðra, er hún kynni að mæta. Þegar þetta gerðist, er ég nú segi
frá, átti ég heima í Holti undir Eyjafjöllum, í stóru timburhúsi.
Herbergi voru þar mörg, dimm og köld á vetrum. Engin voru
þar þá rafljósin og upphitun af kolaofnum aðeins í tveimur her-
berjum. Rafmagnsljós hafði ég aldrei séð nema í mikilli fjarlægð
til þess að gera, en það voru ljósin á húsum og götum úti í
Vestmannaeyjum og skipunum, sem dvöldu allar nætur við strönd-
ina, einkanlega ef veðurofsi stóð af jöklinum. Þá var oft sem
þar væri yfir stóra borg að líta.
Ég lá oft úti í glugganum og mændi á þessi björtu og fallegu
ljós, er hófust og hnigu eftir öldulaginu. Mig langaði að nálgast
þau, horfa á þau í nálægð en það varð aðeins ósk. Vitinn í Vest-
mannaeyjum logaði líka öll kvöld og allar nætur. Hann gaf ljós-
merki með jöfnu millibili, grænt, rautt og hvítt. Mér var aldrei
gefið um þau Ijós, vitinn fór beinlínis í taugarnar á mér, því að í
barnssál minni bjó sá grunur, að einhver hætta væri í nánd við
hann, hætta, sem „biði sjómönnum grand“. Nei, ég var aldrei
50
Goðasteinn