Goðasteinn - 01.03.1973, Page 53

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 53
sátt við hann og hrökk við í hvert sinn, er hann leiftraði, en þó voru litir ljósanna eitthvað svo heillandi. Nú hafði geysað ofsaveður, og að fór dimm vetrarnótt. Margur í sveit minni var hnípinn í baðstofunni sinni þetta kvöld. Flestir bæirnir voru aðeins með eina baðstofu til dvalar fyrir allt heima- fólk. Og í svona veðri var húsið hjá mér eitthvað svo ömurlegt. Hjónin á nágrannabæjunum mörgum áttu efnilega syni á sjó, já, flestir ungu mennirnir í sveitinni minnu unnu starf sitt á úfnum útsævi. Þeir komu til að kveðja, og í hugarinnum okkar, er heima vorum, vaknaði oft spurningin: „Koma þeir allir aftur?“ Foreldrar ungu mannanna létu hugann hvarfla til þeirra, er rokviðrið buldi á þekjunni. Þau þekktu hafrótið og litlu bátana, sem voru eins og fis í höndum Ægis. En vakán leið, til hvílu var gengið. Þau hlustuðu um stund á veðurgnýinn en lokuðu síðan augum sínum og fundu frið í bæn til Drottins um að vaka yfir syninum, er var þeirra gleðigjafi og aðstoð. Hann hafði aflað heimilinu tekna og flutt þær heim á unaðslegum vordögum. Nóttin leið, en víst var það erfitt að vakna til gegninganna eftir slíkar óveðursnætur, fara nú að bjástra við frosið torfið í heygarðinum, brjóta vök í bæjarlækinn eða blása í hálfkulnaðar glæðurnar í hlóðunum. Jú, víst var, að við blasti blákaldur hvers- dagsleikinn, bara að hann birtist nú ekki sem sár harmleikur. En aftur voru lesnar bænirnar og beðið um styrk fyrir komandi tíð. Það smábirti, en enn brast í súðinni, enga miskunn var að fá, aidan reis fjallhá við ströndina, og það þaut eins og náhljóð um fjallseggjarnar. Síminn hringdi. Það voru Vestmannaeyjar, en á heimili okkar var landssímastöð. Það var beðið um föður minn. Hann svaraði strax kalli, en ég sá, er líða tók á samtalið, að honum var harmur í huga. ,,Já, góði minn, ég geri það“, sagði hann, ,,ég mun fara strax og tilkynna þetta. Vertu blessaður.“ „Pabbi, pabbi, hvað er að?“ hrópaði ég Ég var ein þeirra, er beið í þungri þögn, vissi svo vel í hugskot bændafólksins, er ég ólst upp með, og unni því öllu einlæglega. ,,Ég þarf að fara út að Syðstu-Grund, góða mín. Báturinn, sem sonur þeirra hjónanna er á, er nú talinn af. Hafin var strax leit, er hans var saknað, en hún hefur ekki borið Goðastehm 51

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.