Goðasteinn - 01.03.1973, Page 55

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 55
jarðneska tilverusvið sátt við allt og alla. Eitt af gjöldum þeim, cr lífið krafði þau um, var að sjá á bak efnilegum syni, er þau unnu hugástum. Þá kvöð inntu þau svo fallega af hendi, að hún getur verið öðrum til lærdóms. Þannig minnist ég eftir margra ára fjarveru frá æskuslóðunum hins þögula og duglega bændafólks, er átti hina trúarlegu full- vissu, sem var því styrkur í daganna þrautum. Blessuð veri í vitund minni minning þess. Oddgeir í Tungu: Rammaslagur Stórt er sárið á Eyjanna grónu grund. Gjörningahríð er í bæ. Nú er sem streymi blóðfoss úr bergsins und, byltist í reiðan sæ. Þrumur og eldingar skella um skýjabök, skjálfa himinn og jörð. Surtur og Ægir þreyta hin tröllauknu tök, tryllt er sú glíma og hörð. Hvað ert þú maður? Örsmár mót ógnum tveim, átökum sævar og báls. Goðasteinn 53

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.