Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 56
Þórður Tómasson:
Skyggnzt um bekki í byggðasafni
XXIII.
Vasahnífur Eyjólfs í Fjósum
Hnífar hafa fylgt mönnum frá örófi alda, ólíkir að efnum og
ólíkir að gerð, en allir með þeim tilgangi að þjóna manninum
við hversdagsstörf eða sem vopn til varnar eða árása. ,,Sá, sem
er hníflaus, sá er líflaus“ segir gamall málsháttur. Gamalt spak-
mæli er það, að enginn skyldi fara til fjalls eða fjöru hníflaus, og
enn eru margir, sem aldrei skipta svo um buxur, að vasahníf-
urinn flytjist ekki milli vasa.
Byggðasafnið í Skógum býr allvel að hnífum. Elsti hnífur
þess hefur þó aldrei komið í íslenzkar hendur til starfa og á
hér stutta sögu. Það er tinnuhnífur steinaldar kominn sunnan
frá Sjálandi fyrir ekki mörgum árum.
Hnífar byggðasafnsins bera mismunandi nöfn eftir notum: gæru-
hnífur, skurðarhnífur, tálgubusi, vasahnífur, borðhnífur o. s. frv.
Þrjár fyrstu gerðirnar eru allar íslenzkar að smíði og eiga gildi
sitt ekki sérstaklega í útliti heldur í bitjárni. Skurðarhnífurinn
þurfti að vinna verk sitt fljótt og vel og hjá honum þurfti að
fara saman gott bitjárn og góð brýnsla. „Skörðóttur skurðar-
hnífur sker ekki heldur rífur“ segir einhvers staðar. Útlendir
borðhnífar að gerð nútíðar urðu vart almennings eign, fyrr en
líður að lokum síðustu aldar, og enn man sumt gamalt fólk þá
tíð, að útlend hnífapör voru ekki fram tekin nema ef góðan gest
bar að garði. „Hefur maðurinn hníf?“ var algengt að spyrja gest,
54
Goðasteinn