Goðasteinn - 01.03.1973, Page 57

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 57
Ljósm. Albert Jóhannsson. sem gefinn var matur. Borðhnífar Skógasafns eru því ekki gamlir, þeir elstu tengdir Skúla Thorarensen lækni á Móeiðarhvoli. Fjarri fer þó, að eldri mathnífar íslendinga hafi verið upp til hópa heimagerðir. Um allar aldir Islandsbyggðar hafa hnífar annarra þjóða flutzt hingað og sér þess víða stað m. a. í jarð- fundum síðari ára, sumir skartbúnir aðrir með hversdagssvip, ef svo mætti orða. Islenzkir hagleiksmenn hafa þó verið jafnokar útlendra í smíði hnífa. Gleggsta dæmið um það er skeiðahnífur Sigurjóns Magnússonar í Hvammi undir Eyjafjöllum, þar sem jafnt skeiðar sem hnífur eru gerð af frábæru listfengi og hugviti. Engum ókunnugum, sem sér, myndi detta annað í hug en þar væri smíði smíði unnin á verkstæði langt út í löndum. Því nefni ég hníf Sigurjóns í Hvammi sérstaklega til, að hnífur sá, er hér skal greint frá, er unninn af náfrænda hans, Eyjólfi Jóns- syni í Fjósum í Mýrdal. Báðir áttu þeir ætt að rekja til bóndans og smiðsins Þorsteins Eyjólfssonar í Vatnsskarðshólum. Langt er síðan ég heyrði fyrst getið um Eyjólf í Fjósum og Goðasteinn 55

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.