Goðasteinn - 01.03.1973, Side 58

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 58
hníf hans, en lítt bauð mér í grun, að safn mitt bæri gæfu til þess að fá hann til varðveizlu. Svo skeði það í ársbyrjun 1973, að ég stóð við dyr hússins Þingeyri við Skólaveg í Vestmanna- eyjum og gerði vart við mig. Fíngerð, lagleg kona á efra aldri kom til móts við gestinn, sem kynnti sig. Vingjarnlegt bros mætti honum og svo var sagt: „Það var gott, að þú komst“. Þetta var Guðrún Eyjólfsdóttir frá Fjósum og hér inni var þá eitt tak- mark Eyjaferðarinnar, hnífur Eyjólfs í Fjósum, sem hafna skyldi á safni heimabyggðar hans í Skógum. Eyjólfur Jónsson í Fjósum var fæddur á Dyrhólum 15. sept. 1861, sonur Jóns Erlendssonar bónda þar og konu hans Elínar Eyjólfsdóttur. Bar hann nafn öðlingsins afa síns, Eyjólfs Þor- steinssonar í Steig, sem drukknaði í lendingu á Melnum 1864. Fjölskyldan fluttist að Keldudal í Mýrdal og þar átti Eyjólfur heima frá 1865-1905. Jón Erlendsson í Keldudal var snillingssmiður á járn. Hann smíðaði m. a. feikn af ljáum fyrir bændur í Mýrdal og skónálar fyrir konur þeirra. Eyjólfur sonur hans byrjaði snemma að fást við smíðar, en Jóni var sárt um smíðakolin, enda ekki auðvelt að afla þeirra. Bannaði hann Eyjólfi að taka upp eld eða vera í smiðjunni einn síns liðs. Eitt sinn fór Jón inn í Höfða að huga að kindum. Notaði Eyjólfur þá tækifærið, braut bann föður síns og fór í smiðjuna. Þar fullsmíðaði hann handnafar og lét hann liggja eftir á aflinum. Jón kom þar að hlutnum, handlék hann og sagði við Eyjólf: „Hefur þú gert þetta, Eyjólfur?“ Hann játaði því. Jón hafði þá ekki fleiri orð, nema hvað hann sagði: „Þú mátt fara í smiðjuna, þegar þú vilt.“ Eyjólfur var þá fyrir innan fermingu. Um líkt leyti smíðaði Eyjólfur nokkrar skónálar fyrir móður sína. Fyrir nálarnar keypti hún spurningakver handa Eyj- ólfi. Fannst honum þá verk sitt betur óunnið, því spurningakverið þótti honum heldur ófýsilegt til náms. Sr. Lárus Þorláksson í Hvammi bjó Eyjólf undir fermingu. Spurningatímarnir fóru fram í stofunni í Hvammi. Þar inni var þá eitthvað af smíðatólum Halldórs Bjarnasonar snikkara. Þang- að renndi Eyjólfur oft augum. Einu sinni kallaði sr .Lárus snöggt til Eyjólfs: „Hvað var það, Eyjólfur? Geturðu sagt mér það?“ 56 Goðastemn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.