Goðasteinn - 01.03.1973, Side 63

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 63
Síðar á ævinni gerðist Helgi mikilvirkasti smali íslenzkra blaða, tímarita og bóka í annarra þágu á þessari öld. Frá rykföllnum loftum, kjöllurum, skápum og hirzlum hefur hann dregið ósam- stætt dót blaða og bóka og komið upp samstæðum heildum. Víða væri skarð fyrir skildi í íslenzkum bókasöfnum, opinberum eða í einkaeign, ef ekki hefði notið við elju Helga Tryggvasonar. í þessu starfi hefur hann notið ómældrar aðstoðar ágætrar konu sinnar, Ingigerðar Einarsdóttur frá Hofi í Vopnafirði og dóttur þeirra, Sigríðar. Vel þekki ég vanda safnarans, sem er með sín ósamstæðu tíma- rit og blöð, Lærdómslistafélagsrit, Klausturpóst, Fjölni og Þjóð- ólf, svo eitthvað sé nefnt, og allar dyr lokaðar til úrbóta nema dyr Helga Tryggvasonar. Björgunarstarf á þessu svið er ,,gull lagt í lófa framtíðar“. Þ. T. Jón Jónsson frá Kársstöðum: Lítil þjóðsaga Þessa sögu. sagði mér Guðmundur Jónsson, bóndi í Ytri-Tungu í Landbroti, (d. 1922), en hann var fróðleiksmaður mikill. Þegar Skaftáreldar geisuðu og hraun rann yfir mikið og fagurt land á Síðu, í Landbroti og Meðallandi, sáu þeir er skyggnir voru, að á undan hrauninu gekk risi mikill og skaraði í eldinn með járnstaf. Fór hann þannig fram eftir farvegi Skaftár og stefndi hrauninu að Klaustrinu og kirkjunni. En þegar séra Jón Steingrímsson steig í stólinn og hóf sína Eldmessuræðu, brá svo við að risanum hvarf allur máttur og komst hann ekki lengra úr því, en hraunið nam staðar. Hefur risinn ekki sést síðan. Goðasteinn 61

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.